Trúin og lífiđ
Spurningar

Undirsíđur

Skyld svör

 1. Hvađa áhrif hefur úrsögn úr Ţjóđkirkjunni?
 2. Stundum virkar ţjóđkirkjan flókin stofnun
 3. Er hćgt ađ skipta um guđforeldri?
 4. Er Biblían Guđs orđ?
 5. Barnaskírn og Biblían

Önnur svör

Svör sem birt voru í sama mánuđi

 1. Hvađ kostar ađ láta skíra?
 2. Kirkjubrúđkaup án gesta?
 3. Eru baptistar á Íslandi?
 4. Hvađ er lifandi eđa heilbrigđ kirkja?
 5. Hinn ţríeini Guđ
 6. Hvernig skrái ég mig í Ţjóđkirkjuna?

Hvađa inntökuskilyrđi eru í Ţjóđkirkjuna?

Vésteinn Valgarđsson spyr:

Hvađa inntökuskilyrđi eru í Ţjóđkirkjuna?

Gunnar Jóhannesson svarar:

Sćll Vésteinn og ţakka ţér fyrir spurninguna ţína.

Ţú spyrđ hver séu inntökuskilyrđin í ţjóđkirkjuna.

Lagaákvćđi

Stutt og laggott svar fćst međ ţví ađ vísa til viđeigandi laga um íslensku ţjóđkirkjuna og skráđ trúfélög.

Í fyrstu grein laga nr. 78/1997 um stöđu, stjórn og starfshćtti íslensku ţjóđkirkjunnar segir ađ „skírn í nafni heilagrar ţrenningar og skráning í ţjóđskrá veitir ađild ađ íslensku ţjóđkirkjunni“.
Ţarna kemur skýrt fram ađ tvennt ţarf ađ koma til svo einstaklingur teljist ađili ađ ţjóđkirkjunni, annars vegar „skírn í nafni heilagrar ţrenningar“ og hins vegar „skráning í ţjóđskrá“.

Međ skráningu í ţjóđskrá er átt viđ trúfélagaskráningu viđkomandi eins og kveđiđ er á um í lögum nr. 108/1999 um skráđ trúfélög. Nú er íslenska ţjóđkirkjan skráđ trúfélag og gilda ţau lög um hana líkt og önnur trúfélög.

Í áttundu grein ţeirra laga segir ađ „ţeir sem eru orđnir 16 ára ađ aldri geta tekiđ ákvörđun um inngöngu í skráđ trúfélag.“ Ennfremur segir í sömu grein ađ „barn skal frá fćđingu taliđ heyra til sama skráđa trúfélagi og móđir ţess“. Ţá segir einnig ađ „ţađ foreldri sem fer međ forsjá barns tekur ákvörđun um inngöngu ţess í [. . .] trúfélag[. . .]. Ef foreldrar fara saman međ forsjá barns taka ţeir ákvörđun sameiginlega. Hafi barn náđ 12 ára aldri skal leita álits ţess um slíka ákvörđun“.

Í níundu grein sömu laga segir ađ „um inngöngu í og ađild ađ trúfélagi gilda ţau ákvćđi sem lög og samţykktir ţeirra mćla fyrir um“ (sbr. fyrstu grein laga nr. 78/1997).

Kirkja og ţjóđkirkja

Ţau lagaákvćđi sem hér hafa veriđ nefnd vekja hins vegar upp ýmsar spurningar.

Nú er meirhluti íslenskra barna vissulega skírđur í nafni heilagrar ţrenningar og teljast ţau jafnframt til sama trúfélags og móđir ţeirra sem er ţá yfirleitt íslenska ţjóđkirkjan. Hins vegar geta veriđ frávik á ţessu og fer skírn og trúfélagaskráning ekki saman á stundum ţó ekki sé ţađ algengt. Ţannig má spyrja sig um stöđu ţeirra sem samkvćmt trúfélagaskráningu heyra til íslensku ţjóđkirkjunni en eru engu ađ síđur óskírđir.

Lögformlega séđ eru ţeir einstaklingar ađilar ađ ţjóđkirkjunni – og borga ţar međ sóknargjöld til ţjóđkirkjunnar svo fremi sem ţeir séu 16 ára og eldri og njóta ţeirra réttinda sem trúfélagskráning ţeirra veitir – en í ljósi fyrstu greinar laga nr. 78/1997 má segja ađ ţeir séu ţađ ekki ţar sem ţeir eru óskírđir. Einnig má spyrja sig um stöđu ţeirra sem eru sannarlega skírđir en eru skráđir í annađ trúfélag en íslensku ţjóđkirkjuna eđa standa utan trúfélaga fyrir mistök eđa í krafti eigin vilja. Lögformlega séđ eru ţeir ekki ađilar ađ íslensku ţjóđkirkjunni enda ţótt ţeir séu skírđir.

Hér verđur ađ spyrja sig um merkingu og inntak og hvort vegi ţyngra á metunum skírn eđa trúfélagaskráning ţegar skoriđ er úr um ađild ađ íslensku ţjóđkirkjunni og hvort annađ getur stađiđ án hins. Ţar fer viđhorf löggjafans og kirkjunnar ekki fyllilega saman.

Hvađ löggjafann snertir ţá er grundvöllur trúfélagaskráningar, ţ.e. ađildar ađ ţjóđkirkjunni eđa öđru trúfélagi, hagnýtur í eđli sínu og veraldlegur en í augum kirkjunnar er hann fyrst og fremst trúfrćđilegur og játningabundinn og hefur ađ gera međ innri veruleika og sannfćringu.
Segja má ađ hér takast á lögfrćđi og guđfrćđi.
Prestum íslensku ţjóđkirkjunnar vćri ekki stćtt á ţví ađ neita nokkrum um skírn enda ţótt fyrirfram vćri vitađ ađ skírnarţegi yrđi ekki skráđur í ţjóđkirkjuna í lögformlegum skilningi. Kemur ţar til merking og inntak skírnarinnar sem er dýpri en nemur lögformlegri trúfélagaskráningu. Í gegnum skírnina gefst Guđ skírnarţeganum og tekur hann ađ sér. Í augum kirkjunnar veitir sakramenti heilagrar skírnar ađgang ađ hinni heilögu, almennu kirkju, samfélagi heilagra eins og segir í ţriđju grein trúarjátningarinnar, og fyrir skírnina er viđkomandi orđin „limur á líkama Krists“. Í pistli sem finna má á vísindavef Háskóla Íslands kemst dr. Einar Sigurbjörnsson ţannig ađ orđi um skírnina:

Í eđli sínu er skírn „kristin trúarathöfn. Orđiđ skírn ţýđir ţvottur, hreinsun og ađ skilningi flestra kristinna manna er skírn athöfn ţar sem Jesús Kristur tekur okkur ađ sér sem sín börn, hreinsar okkur og gerir okkur ađ ţegnum í ríki sínu. Ríki Krists er sýnilegt í kirkjunni og ţess vegna er skírnin líka kölluđ inngönguathöfn í kirkjuna. Kristnir menn trúa ţví einnig ađ skírnin sé gjöf Guđs, skuldbinding af hans hálfu um ađ vera okkur náđugur og miskunnsamur, vernda okkur, leiđa og hjálpa. Í skírninni veitir Guđ náđ sína. Náđ merkir gćsku, góđvild. Náđ er ćtíđ gjöf sem er gefin ókeypis, án ţess ađ menn hafi unniđ til hennar. Úr ţví ađ Guđ veitir náđ sína í skírninni, ţá skiptir aldur skírnţega ekki máli . . . (Einar Sigurbjörnsson. Hvers vegna er nafni barns haldiđ leyndu fram ađ skírn? Vísindavefurinn: 18.7.2001)

Ţegar ofanritađ er tekiđ saman má segja ađ einstaklingur sem hefur veriđ skírđur í nafni heilagrar ţrenningar telst í öllum tilvikum fullgildur ađili hinnar einu, heilögu og almennu kirkju Krists á jörđu enda ţótt trúfélagaskráning hans kveđi á um annađ. Ţannig má međ réttu segja ađ skírđur einstaklingur sem skráđur er í trúfélagiđ íslenska ţjóđkirkjan tilheyri hinni sömu heilögu og almennu kirkju og sá skírđi einstaklingur sem skráđur er til dćmis í hiđ kristna trúfélag Fríkikjan í Hafnafirđi enda ekkert sem skilur ţau trúfélög ađ í kirkjulegum og guđfrćđilegum skilningi. Ađ ţessu leyti felur innganga í kirkju Krists fyrir heilaga skírn ekki ţađ sama í sér og innganga í ţá veraldlega stofnun sem hvert kristiđ trúfélag er.


Ţađ breytir ţví hins vegar ekki ađ fyllilega eđlilegt og rökrétt er ađ gćtt sé ađ viđeigandi trúfélagaskráningu skírđs einstaklings enda má segja ađ trúfélagaskráning tjái ađ sínu leyti vissa ytri skuldbindingu gagnvart ţeirri trú sem viđkomandi játar og ţeirri trúarlegu stofnun og samfélagi sem stendur vörđ um viđkomandi trú.
Eins og málum er háttađ í dag jafngildir skírn í nafni heilagrar ţrenningar ekki lögformlegri inngöngu (trúfélagskráningu) í ţjóđkirkjuna. Barn sem skráist međ móđur sinni í trúfélag sem ekki er kristiđ gengur engu ađ síđur í kirkju Krists ţegar ţađ er skírt. En barniđ verđur ekki ađili ađ íslensku ţjóđkirkjunni nema ađ barniđ sé skráđ í ţađ trúfélag. Af ţeim sökum er eđlilegt ađ prestur gangi úr skugga um trúfélagaskráningu skírnarţega enda sé ţađ eđlilegt ađ skírn í nafni heilagrar ţrenningar fylgi trúfélagaskráning í ţjóđkirkjuna.
Til ađ draga ţetta saman ţá má segja ađ fyrir skírn í nafni heilagrar ţrenningar gengur viđkomandi í kirkjuna, hina heilögu og almennu kirkju Krists á jörđu – hin andlega og trúarlega vídd.


Í krafti viđeigandi trúfélagaskráningar er viđkomandi ađili ađ trúfélaginu íslenska ţjóđkirkjan – hin veraldlega og lögformlega vídd.
Ţegar barn er skírt af presti ţjóđkirkjunnar og innan vébanda hennar er eđlilegt og sjálfsagt er ađ ţetta tvennt fari saman.


Ađ síđustu skal ţađ nefnt ađ kirkjan er bođandi og ţjónandi samfélag kristins fólks um alla jörđu, sýnileg sem ytri veruleiki en hulin í leyndardómi Guđs sem innri veruleiki fyrir trú. Öllum er skilyrđislaust velkomiđ ađ taka ţátt í kirkjulegu starfi og sćkja messur og hvađeina sem fram fer á kirkjulegum vettvangi. Og allir skírđir einstaklingar eru velkomnir ađ borđi Drottins í kirkju hans.


Međ kćrri kveđju

Gunnar Jóhannesson, sóknarprestur

4/10 2006 · Skođađ 6096 sinnum


Ummćli frá lesendum

 1. rebekka skrifar:
  af hverju ţurfum viđ ađ lćra kristinfrćđi ?

Langar ţig ađ bera fram spurningu? Gerđu ţađ ţá hér.

Ţín ummćli

Nafn:
 
Netfang:
 
Ummćli:
 


Forsíđa · Skođa svarflokka · Höfundar · Leit

Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar