Sálgæslu- og fjölskylduþjónusta kirkjunnar

Þjónustan

Við getum öll átt í einhverjum erfiðleikum í samskiptum við aðra. Sálgæslu- og fjölskylduþjónusta kirkjunnar er þjónusta við hjón, fólk í sambúð, fjölskyldur og einstaklinga, sem finnst þeir vera í einhvers konar vanda í samskiptum við sína nánustu og vilja finna nýjar lausnir.

Lykilorð:

Hjónaráðgjöf, hjónaviðtöl,einstaklingsviðtöl fjölskylduráðgjöf, fjölskylduviðtöl, sálgæsla, skilnaðaráðgjöf og sambandsráðgjöf.

Opið: Virka daga frá 9:00 til 16.00.

Sálgæslu- og fjölskylduþjónusta kirkjunnar er til húsa á neðri hæð safnaðarheimilis Háteigskirkju, Háteigsvegi 27-29.

Sálgæslu- og fjölskylduþjónusta kirkjunnar er hluti af sálgæslustarfi kirkjunnar og þjónar öllu landinu. Öllum er heimilt að leita beint til Sálgæslu- og fjölskylduþjónustunnar og sumir koma samkvæmt ábendingu prests eða annarra aðila.

Þú getur í fyrstu snúið þér til þíns sóknarprests og leitað aðstoðar hans eða hennar. Prestar kirkjunnar um land allt hafa sérstaka viðtalstíma fyrir sóknarbörn sín.

Handleiðsla fyrir starfsfólk kirkjunnar.

Sálgæslu- og fjölskylduþjónusta kirkjunnar sér um handleiðslu fyrir presta, djákna og aðra sem starfa á vegum kirkjunnar. Handleiðslan fer einkum fram í hópum og auglýst er á netinu þegar nýir hópar byrja fyrir presta og djákna. Boðið er upp á einstaklingshandleiðslu í sérstökum tilfellum að beiðni viðkomandi starfsmanns.

Um handleiðsluna
Handleiðsla Sálgæslu- og fjölskylduþjónustu kirkjunnar er skipulögð af starfsfólki stofnunarinnar.
Starfsfólkið annast sjálfa handleiðsluna og eru þau viðfangsefni sem tekin eru fyrir unnin í fullum trúnaði milli þátttakenda og Sálgæslu- og fjölskylduþjónustu kirkjunnar.

Venjulega eru starfandi um sex handleiðsluhópar en hafa stundum verið átta. Starfræktir eru hópar presta, djákna, og prófasta. Enn fremur býður Sálgæslu- og fjölskylduþjónusta kirkjunnar uppá einstaklingshandleiðslu. Þá hefur starfsfólki kirkjunnar verið boðin ráðgjöf og stuðningur í sínum störfum og í sérstökum tilvikum myndaðir starfsfólkshópar þegar miklir erfiðleikar hafa verið í vinnuumhverfi. Nýir hópar eru venjulega teknir inn að hausti eða eftir áramót.

Markmið handleiðslu eru m.a. eftirfarandi:

Efling starfssjálfsins sem felst í því að skoða mörkin sín og læra að aðgreina starfsjálf og einkasjálf ( starf og einkalíf).
Fyrirbyggja kulnun í starfi
Auka starfsgleði.
Auka samvinnu og samskipti aðila þar sem við á.

Greinar
Til skiptis hjá foreldrum - Grein eftir Benedikt Jóhannsson sálfræðing um líðan og aðlögun unglinga eftir fjölskyldugerðum
Börn og fjölskylduaðstæður - Grein eftir Benedikt Jóhannsson sálfræðing
Æðruleysisbænin og hinar klassísku dygðir - Grein eftir Benedikt Jóhannsson sálfræðing