Ofurhetjuskyr eða pónýskyr?

Það þarf ekki mikið til þess að gleðja.

Gæðastundir

Kærar þakkir fyrir að koma í sunnudagaskólan með barnið. Stundirnar í sunnudagaskólanum eru gæðastundir, fjarri símum, skjám og öðrum snjalltækjum.

Hér kemur lítil hugmynd að gæðastund heima:

Alls konar skyr:
Kannski er alveg bannað að leika sér með matinn. En stundum er svo gaman að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín.
Matartíminn þarf ekki að vera eintómt nöldur og suð.
Það er gaman að borða ofurhetjuskyr (má líka vera grjónagrautur, jógúrt eða hvað annað sem hentar).
Barnið verður sterkara og sterkara með hverjum munnbitanum! VÁ! Hvað vöðvarnir eru að stækka!

(Passið ykkur á Hulk, hann getur orðið svolítið svakalegur 😉).

Aðferð:
Blandið tveimur, þremur dropum af matarlit saman við skyrið.
Hér koma ýmsar hugmyndir sem vert er að prófa.
Að sjálfsögðu þarf ekki að gera þær allar sama daginn.

Ofurhetjuskyr:

  • Rautt skyr er Spidermanskyr.
  • Grænt skyr er Hulk skyr.
  • Svart skyr er Batmanskyr.
  • Gult skyr er Ironmanskyr.
  • Blátt skyr er Captain America skyr.
  • O.s.frv.

Póný skyr:

  • Fjólublátt skyr er Twilight Sparkle.
  • Ljósblátt skyr (eða jafnvel marglitt) er Rainbow Dash.
  • Bleikt skyr er Pinkie Pie.
  • Gult skyr er Fluttershy.
  • Hvítt skyr er Rarity eða Princess Celestia.
  • Dökkblátt skyr er Princess Lu.
  • Rautt skyr er Apple Bloom.
  • O.s.frv.

Prinsessuskyr:

  • Ljósblátt og hvítt skyr: Frozen/ Öskubuska.
  • Gult skyr: Fríða.
  • Fjólublátt skyr: Rapunzel (Garðabrúða).
  • Grænt eða rautt skyr: Ariel.
  • O.s.frv.

Þroskaþættir:
Hér er tilvalið að tala um litina og fá barnið til að velja þann lit sem það vill sjálft nota
og tengja við sína uppáhalds fígúru.
Ef þetta gengur vel má hafa ofurhetju/teiknimyndamat öðru hvoru
og nýta það jafnvel sem umbun fyrir barnið þegar það á við.

Málþroski:
Ef barnið er ungt og ekki búið að læra litina mætti nýta þessa stund til þess að
læra hvað liturinn á skyrinu heitir.
Ef barnið er orðið eldra og farið að tala mætti hvetja það til þess að segja frá
þeirri fígúru sem skyrið á að tákna.

Til minnis:
Spörum skjátímann - aukum gæðastundir.
Leikskólabörn: Hámarksskjátími 60 mínútur á dag.
1.-4. bekkur: Hámarksskjátími 90 mínútur á dag.

https://kirkjan.is/thjonusta/fraedsla/bras-og-brall/ofurhetjuskyr-eda-ponyskyr/