Endurmenntun og námskeið

Tónskólinn býður upp á endur- og símenntun á sviði kirkjutónlistar einkum í orgelleik, söng og ryþmískum hljómborðsleik. Auk þess eru reglulega haldin styttri námskeið sem auglýst eru hér undir þessum flipa. Skráning á endurmenntunarnámskeið fer fram í tölvupósti á tonskoli@tonskoli.is.


Orgelleikur

Tónskólinn býður upp á einkakennslu í orgelleik. Hægt er að sækja einkakennslu í orgelleik víða um land. Námið er einkum hugsað fyrir organista í starfi sem vilja bæta við sig en einnig þá sem langar að kynnast hljóðfærinu án skuldbindinga varðandi námskröfur.

Söngur

Tónskólinn býður upp á einkakennslu í söng. Hægt er að sækja einkakennslu í söng víða um land. Námið er einkum hugsað fyrir organista, kórstjóra, söngvara í kirkjukórum, presta og guðfræðinema sem vilja bæta við sig án skuldbindinga varðandi námskröfur.

Ryþmískur hljómborðsleikur

Tónskólinn býður upp á einkakennslu í ryþmískum hljómborðsleik. Námið er einkum hugsað fyrir organista, kórstjóra og aðra þá sem vilja bæta við sig án skuldbindinga varðandi námskröfur.

Verð á einkatímum

Hver einkatími er 40 mínútur.

3 tímar: kr. 24.000,-

5 tímar: kr. 37.500,-

14 tímar (heil önn): kr. 112.000,-

Tónskóli þjóðkirkjunnar býður upp á raddþjálfun fyrir kirkjukóra og minni hópa sem reyndir söngkennarar víða um land sjá um. Hver tími er 60 mínútur.

Raddþjálfun fyrir heilan kór

Eitt skipti: kr. 15.000,-

(Fullt verð: kr. 25.000,-)

Raddþjálfun fyrir minni hóp (2-3 saman í hóp). Verð eru gefin upp fyrir hvern þátttakanda.

5 tímar: kr. 15.000,-

Boðið verður upp á námskeið í ryþmískum orgelleik og spuna hjá Jónasi Þóri, kantor í Bústaðakirkju.

Um námskeiðið

Hvernig notum við orgelið til að spila ýmis dægurlög? Æfð verða lög sem algeng eru í athöfnum og unnið með þau í hóptímum.

Verð

Fullt verð 25.000

15.000 fyrir nemendur Tónskóla Þjóðkirkjunnar

Staður

Bústaðakirkja

Skipulag

Kennt verður fjóra laugardaga í september og október frá kl. 10-12.

Námskeiðið hefst laugardaginn 21. september og verður síðasti tíminn laugardaginn 12. október.