Símenntun starfsfólks

Símenntun starfsfólks

Það er þjóðkirkjunni mikilvægt að allir sem koma til starfa eða þjónustu á vettvangi hennar fái viðeigandi fræðslu og þjálfun. Sérmenntað starfsfólk innan kirkjunnar á reglulega kost á sí- og endurmenntun til að efla og viðhalda starfshæfni og verjast kulnun í starfi.

Einnig er öllum sem sinna sjálfboðnu starfi innan kirkjunnar boðið að sækja námskeið sem eflir þau í hlutverki sínu og veiti fræðslu um grundvöll og starfsemi kirkjunnar. Námskeið sem minna á að við erum hluti af stærri heild kristinna einstaklinga.

Símenntun starfsfólks Þjóðkirkjunnar fer m.a. fram í samvinnu við guðfræðideild H.Í., Skálholtsskóla og aðrar menntastofnanir. Einnig er reglulega í boði fræðsla um sálgæslu í samvinnu við endurmenntun HÍ og símenntun um predikunarfræði. Þjóðkirkjan rekur einnig Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

Guðfræði- og djáknanemum er tryggð þjálfun í safnaðarstarfi og reglulega er kannað meðal presta og starfsfólks hvaða atriði þau telja að gott og mikilvægt sé að fá fræðslu um.

Starfsfólki þjóðkirkjunnar, launuðu sem ólaunuðu, er boðið upp á grunnfræðslu um kristna trú og miðlun hennar, svo og mannleg samskipti og um sálgæslu. Námskeið eru löguð að hlutverki ólíkra starfshópa og sérstök námskeið eru fyrir starfsfólk, s.s. meðhjálpara/kirkjuverði/tónlistarfólk.

Fyrir sjálfboðaliða í kirkjustarfi eru ýmis námskeið t.d. fyrir sóknarnefndir um skyldur og ábyrgð þeirra, námskeið um kirkjuna og kristna trú og uppbyggjandi námskeið fyrir starfsfólk. Reglulega eru viðburðir til að viðhalda starfsgleði og þakka sjálfboðaliðum fyrir þeirra framlag.