Sjóðir / umsóknir

Sótt er um í jöfnunarsjóð sókna á Þjónustuvef kirkjunnar þegar opnað hefur verið fyrir umsóknir.
Aðgang að þjónustuvefnum hafa, formaður, ritari, gjaldkeri og framkvæmdastjóri sókna.

Umsóknir um styrki skulu að jafnaði berast Þjóðkirkjunni fyrir 1.september ár hvert.

Umsóknir skulu rökstuddar og þeim skulu fylgja greinargerðir, þar sem m.a. skal gerð grein fyrir fjárþörf og þeim verkefnum, sem sótt er um styrk til, ásamt ársreikningum.

Úthlutun skal að jafnaði lokið fyrir 1. febrúar ár hvert.

  1. Ferð inná  kirkjan.is.
  2. Ýtir á lás (tákn) efst hægra megin á síðunni.
  3. Þá þarftu að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum.

  4. Þá kemurðu inná þjónustuvef kirkjunnar og efst á síðunni eru ýmsir möguleikar; - þú skoðar það sem er undir þjónusta og ýtir á umsóknir.
  5. Þá birtist síða sem heitir umsóknir og á henni ýtirðu á ferninginn þar sem stendur jöfnunarsjóður.
  6. Nú ertu kominn á síðuna þar sem þú finnur umsóknarformið – ýtir á nýskrá umsókn.
  7. Þá birtist umsóknarformið sem þú fyllir út skv. því sem þar kemur fram og þegar þú hefur lokið því ýtir þú á hnappinn senda neðst á umsókninni.

 

Sótt er um í Kristnisjóð á vef kirkjunnar þegar opnað hefur verið fyrir umsóknir.
Umsjónarmaður sjóða á Biskupsstofu er Jóna Finnsdóttir.
Starfsreglur um fjármál Þjóðkirkjunnar nr. 13/2021-2022 – III.. kafli.
8. gr.
Umsóknir um styrki samkvæmt 6. gr. skulu að jafnaði berast Þjóðkirkjunni fyrir 1. september ár hvert.

Umsóknir skulu rökstuddar og þeim skulu fylgja greinargerðir, þar sem m.a. skal gerð grein fyrir fjárþörf og þeim verkefnum, sem sótt er um styrk til, ásamt ársreikningum.

Úthlutun skal að jafnaði lokið fyrir 1. febrúar ár hvert.

Styrkir skulu að jafnaði greiðast á því ári sem þeir eru veittir. Í undantekningartilvikum má færa styrk milli ára, s.s. ef framkvæmdir hafa farið seint af stað eða ekki hefur verið unnt að greiða út styrkinn af öðrum ástæðum.
Styrkur færist þó ekki yfir um ár oftar en einu sinni. Sé ekki hægt að greiða styrkinn út innan þess tíma fellur hann niður. Það er á ábyrgð styrkþega að óska eftir að ógreiddur styrkur færist yfir á næsta ár.
Slík beiðni skal lögð fram fyrir 1. desember úthlutunarárs.

Úthlutunarnefnd skal gæta þess að upplýsingar um fresti, skilyrði, heimildir til að færa styrki til milli ára og önnur atriði, séu ávallt aðgengilegar umsækjendum.
Starfsreglur um fjármál Þjóðkirkjunnar nr. 13/2021-2022 – IV. kafli – 9., og 10. gr.
9. gr.
Kirkjuþing kýs nefnd til fjögurra ára sem úthlutar styrkjum skv. 6. gr. Kjósa skal þrjá aðalmenn og þrjá varamenn, sem taka sæti í þeirri röð sem þeir eru kosnir til.
Kirkjuþing ákveður hver er formaður nefndarinnar og varaformaður.
Hlutverk úthlutunarnefndar er að fjalla um styrkumsóknir og veita úrlausn um þær, sbr. 1. mgr.
Úthlutunarnefnd ber að fjalla um allar umsóknir og skal rökstyðja niðurstöðu sína í hverju tilfelli.

10. gr.
Úthlutunarnefnd skal hafa lokið yfirferð yfir allar umsóknir fyrir 15. desember og skulu tillögur að úthlutunum þá sendar til umsagnar héraðsnefnda.
Heimilt er að veita vilyrði fyrir styrk til allt að fjögurra ára.
Nú er starfandi prestur í úthlutunarnefnd og er honum þá óheimilt að fjalla um umsókn sóknar úr prestakalli sem hann þjónar þegar nefndin fjallar um þá umsókn.
Sé leikmaður í úthlutunarnefnd sem jafnframt situr í sóknarnefnd er honum óheimilt að fjalla um umsókn þeirrar sóknar.
Framkvæmdanefnd kirkjuþings staðfestir verklagsreglur úthlutunarnefndar þar sem frekari skilyrði umsókna skulu tilgreind. Verklagsreglurnar skal birta á umsóknarvef kirkjunnar.

Kirkjugarðaráð sem hefur yfirumsjón með kirkjugörðum landsins fer með úthlutun úr kirkjugarðasjóði að fenginni umsögn framkvæmdastjóra ráðsins. Umsóknarfrestur í kirkjugarðasjóð er 31.desember ár hvert og fer úthlutun yfirleitt fram í byrjun febrúar.

Vefsíða kirkjugarðaráðsHlutverk kirkjugarðasjóðs er m.a.

1. Að jafna aðstöður kirkjugarða og veita aðstoð, þar sem tekjur kirkjugarða hrökkva ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum. 2. Að veita styrki til kirkjugarða og svo til þess til þess að setja minnismerki þar sem verið hafa kirkjugarðar, kirkjur eða bænhús.
3. Heimild til að kosta viðhald og umhirðu í sóknum sem hafa farið í eyði.
4. Að greiða laun framkvæmdastjóra kirkjugarðaráðs og annan starfskostnað svo og kostnað við störf Kirkjugarðaráðs

Umsóknarsíða sjóðsins