Æ! Ó! Nú þarf að bjarga dótinu!!

Æ! Ó! Nú þarf að bjarga dótinu!!

 

Gæðastundir

Kærar þakkir fyrir að koma í sunnudagaskólan með barnið.
Stundirnar í sunnudagaskólanum eru gæðastundir, fjarri
símum, skjám og öðrum snjalltækjum.

Hér kemur lítil hugmynd að gæðastund heima:

Efni og áhöld:
Dallur, vatn, lítil leikföng (t.d. plastdýr, ofurhetjur, pónýhestar, playmó eða kubbar-
 Ath. leikföngin verða að þola að blotna og frjósa).
 Fáið barninu leikfangaverkfæri (ef það er til) eða skeið.
 Gott er að hafa saltvatn í úðabrúsa en það getur hjálpað til að leysa upp klakann ef þolinmæðina þrýtur.
 Ef barnið hefur aldur til, má það hjálp til við að útbúa saltvatnið: Salt og volgt vatn.
 Hafið ofnplötu undir til þess að taka við sulli og bleytu. 


Aðferð:
Setjið lítið dót í plastdall (til dæmis tómt ísbox).
Fyllið boxið af vatni og setjið dýrin* ofan í.
Setjið inn í frysti.
Undirbúið daginn áður með góðum fyrirvara þannig að vatnið nái að frjósa.

Þegar vatnið hefur frosið utan um leikföngin hefst leikurinn að bjarga þeim.
Hrósið barninu fyrir björgunarstörfin.

Þroskaþættir:
Það þurfa allir að æfa þolinmæði. Eftir að leikföngin hafa verið sett í boxið
og inn i ísskáp hefst biðin eftir því að þetta frjósi.
Hrósið barninu fyrir þolinmæðina og kennið því þetta nýja orð.
Það þarf líka heilmikla þrautseigju þegar kemur að því að ná dýrunum úr klakanum.
Hér er kjörið tækifæri til þess að kenna barninu það nýja orð: Þrautseigja.
Notið þessi nýju orð þegar þið hrósið barninu meðan á bið og leik stendur.
Til viðbótar lærir barnið hve klaki er sleipur, harður og kaldur.
Með því að nota saltvatnið lærir barnið að oft eru til leiðir sem auðvelda vinnuna.

Til minnis:
Leikskólabörn: Hámarksskjátími 60 mínútur á dag.
1.-4.bekkur: Hámarksskjátími 90 mínútur á dag.
Spörum skjátímann - hjálpum barninu að finna eitthvað annað að gera.

https://kirkjan.is/thjonusta/fraedsla/bras-og-brall/ae-o-nu-tharf-ad-bjarga-dotinu/