Litla gula hænan og bakarabarnið

Besta kaka í heimi!

Kærar þakkir fyrir að koma í sunnudagaskólann með barnið.
Stundirnar í sunnudagaskólanum eru gæðastundir, fjarri símum, skjáum  og öðrum snjalltækjum.

Hér kemur lítil hugmynd að gæðastund heima:

Efni og áhöld:
Sagan um litlu gulu hænuna: https://www.hugi.is/smasogur/korkar/160446/litla-gula-haenan/
Allt sem þarf til að baka súkkulaðiköku.
Krem á kökuna og kökuskraut.
Nota má hvaða uppskrift sem er.

Aðferð:
Lesið söguna um litlu gulu hænuna fyrir barnið.
Fáið það svo til að aðstoða við baksturinn. Lýsið öllu sem gert er með orðum á borð við:
Fyrst þurfum við að brjóta eggin í skál. Vilt þú hella eggjunum í hrærivélaskálina?
Svo setjum við sykur. Ég skal mæla sykurinn. Vilt þú hella sykrinum í hrærivélaskálina?
Það þarf að smyrja kökuformið. Vilt þú hjálpa mér við það?
Það þarf að hella deiginu í formið. Vilt þú prófa að gera það?
Það er gott að nota sleikju til þess að hjálpa sér við það. Vilt þú prófa að nota hana?
Nú er kakan tilbúin og við setjum hana í ofninn. Við þurfum að passa okkur því ofninn er heitur.
Þegar kakan er tilbúin, hjálpar barnið til við að setja kremið á hana og kökuskrautið. Hrósið barninu fyrir skreytinguna og þakkið því fyrir hjálpina. Svo þegar þið borðið kökuna þá er þetta að sjálfsögðu besta kaka í heimi!

Þroskaþættir:
Það má ræða um söguna um litlu gulu hænuna á meðan kakan bakast í ofninum. Hér er tækifæri til að auka orðaforðann: Dýrin voru svo LÖT þau NENNTU ekki að hjálpa til. Litla gula hænan var svo IÐIN og dugleg, alveg eins og barnið sjálft!
Nú á barnið skilið að fá að borða þessa GIRNILEGU köku. En það er ekkert gaman að borða köku alein. Hverjum getum við boðið að borða með okkur?
Það er þroskandi að fá að taka þátt í störfum fullorðna fólksins og finna traustið sem fylgir því að fá að hella og smyrja.

Til minnis:
Leikskólabörn: Hámarksskjátími 60 mínútur á dag.
1.-4. bekkur: Hámarksskjátími 90 mínútur á dag.
Spörum skjátímann, hjálpum börnunum að finna eitthvað annað að gera.

https://kirkjan.is/thjonusta/fraedsla/bras-og-brall/litla-gula-haenan-og-bakarabarnid/