Rannsóknarleiðangur

Náttúran í allri sinni dýrð!

Efni og áhöld:
Náttúran í allri sinni dýrð.
Tóm klósettrúlla og/eða stækkunargler.
Aðferð:
Nú er tilvalið að fara í göngutúr eða velja fallegan stað í nágrenninu sem hægt er að rannsaka.
Þetta er rannsóknarleiðangur. Barnið kíkir í gegnum klósettrúlluna og afmarkar þannig sjónsviðið.
Foreldrið: Hvað sérðu núna?
Barnið: Ég sé... tré, fugl, stein, bíl, fólk, hund...
Ef það er til stækkunargler má staldra betur við og skoða það smáa í náttúrunni. Hvernig lítur steinn út þegar horft er í gegnum stækkunargler? En sandur? Hvað með tré? Er komið brum á tré og runna? Hvernig lítur það út í gegnum stækkunargler?

Þroskaþættir:
Barnið þroskar athygli sína. Um leið æfist orðaforðinn. Hvað heitir allt það sem fyrir augu ber?

Til minnis:
Leikskólabörn: Hámarksskjátími 60 mínútur á dag.
1.-4. bekkur: Hámarksskjátími 90 mínútur á dag.
Spörum skjátímann, hjálpum börnunum að finna eitthvað annað að gera.

https://kirkjan.is/thjonusta/fraedsla/bras-og-brall/rannsoknarleidangur/