Góð æfing fyrir fínhreyfingarnar

Kærar þakkir fyrir að koma í sunnudagaskólann með barnið.
Stundirnar í sunnudagaskólanum eru gæðastundir, fjarri símum, skjáum  og öðrum snjalltækjum.

Hér kemur lítil hugmynd að gæðastund heima:

Efni og áhöld:
Gróf nál (Java nál) og tvinni.
Skæri til að klippa tvinnann.
Blað eða karton (A4).

Aðferð:
Brjóttu blaðið saman í tvennt. Stingdu göt með nálinni með ákveðnu millibili meðfram kanti blaðsins.
Skiljið eftir op efst, þannig að þegar búið er að sauma blaðið saman verður úr poki. Ef barnið vill getur það teiknað fallega mynd á pokann eða búið eitthvað til og klippt út og geymt í pokanum.
Barnið stingur nálinni í gegnum götin og saumar pokann saman. Skiljið barnið ekki eitt eftir með nálina. Gætið þess að spottinn sé ekki allt of langur. Ræðið við barnið um að nálin er svolítið beitt og það þarf að passa að hún fari ekki í augun.

Þroskaþættir:
Þetta verkefni er góð æfing fyrir fínhreyfingarnar. Það er vandasamt að halda á nál og hitta í götin.
Það er þroskandi að læra að fara með hluti sem eru svolítið hættulegir, svona eins og nál sem getur stungist í auga ef maður fer ekki varlega.

Til minnis:
Leikskólabörn: Hámarksskjátími 60 mínútur á dag.
1.-4. bekkur: Hámarksskjátími 90 mínútur á dag.
Spörum skjátímann, hjálpum börnunum að finna eitthvað annað að gera.

https://kirkjan.is/thjonusta/fraedsla/bras-og-brall/saumakrakkar/