Spurt & svarað

 hvað viltu vita um kirkjuna

Hér getur þú nálgast algengar spurningar og svör um starfsemi kirkjunnar.

Ef þú ert með nýja spurningu má senda hana á tölvupóstfangið kirkjan hja kirkjan.is.

Útför í samkomubanni fylgir tilmælum almannavarna. Útför í kyrrþey er ekki auglýst, gjarnan er þó andlát auglýst og tekið fram að útförin verði, eða hafi farið fram, í kyrrþey.
Best er að fylgjast með heimasíðum kirknanna. Flestar kirkjur í þéttbýli messa alla sunnudaga, dagskrá þeirra er birt á vefsíðum. Hér er listi yfir sóknir og kirkjur landsins sem halda úti vefsíðum.
Það er messað í flestum kirkjum landsins um jól og páska. Söfnuðir sjá sjálfir um að auglýsa helgihald sitt á heimasíðu, í Morgunblaðinu og í staðbundnum fjölmiðlum þar sem það á við.

Flestir prestar fara í heimahús og skíra sé þess óskað. Þá þarf að hafa samband við þann prest sem óskað er eftir og spyrja hvort viðkomandi sé laus og hafi tök á því að koma í heimahús.

Áður en hjónavígsla fer fram fyllir prestur út svokallað könnunarvottorð á grundvelli fyrirliggjandi gagna, þar sem athugað er hvort eitthvað sé til fyrirstöðu á hjónavígslunni, t.d. að skilnaður sé ekki genginn í gegn hjá öðrum hvorum aðilanum. Ef ekkert kemur fram og könnunarvottorðið gengur upp þá getur hjónavígslan farið fram.

Svaramennirnir eru svo vottar að því að upplýsingarnar sem koma fram á könnunarvottorðinu séu réttar og eru oftar en ekki viðstaddir sjálfa hjónavígsluna.

Þjóðkirkjan býður upp á viðtöl og sálgæslu um allt land. Allir eru velkomnir í viðtal til prests og auglýsa flestar kirkjur viðtalstíma presta á heimasíðum sínum. Þjóðkirkjan rekur einnig fjölskylduþjónustu kirkjunnar og má leita þangað eftir ráðgjöf. Sjá vefsíðu Fjölskylduþjónustunnar hér.

 Þá starfrækir þjóðkirkjan Hjálparstarf kirkjunnar sem sinnir hjálparstarfi bæði á Íslandi og erlendis. Heimasíða hjálparstarfsins er help.is

Einfaldast er að snúa sér til þess prests sem á að sjá um athöfnina og fá þar allar upplýsingar um hvaða skilyrði þarf að uppfylla. Þar má helst nefna að tilvonandi brúðhjón þurfa að koma með vottorð um hjúskaparstöðu. Það getur Þjóðskrá gefið út fyrir þau sem hafa lögheimili á Íslandi. Þeir sem hafa lögheimili utan Íslands geta leitað til sýslumanns um þessi vottorð.

Skírnarvottorð getur prestur sem skírði gefið út. Ef hann hefur látið af störfum eða flutt sig um set þá er það eftirmaður hans sem hefur aðgang að prestþjónustubók þar sem skírnin er skráð sem getur gefið út skírnarvottorð.

Fermingarvottorð getur prestur sem fermdi gefið út. Ef hann hefur látið af störfum eða flutt sig um set þá er það eftirmaður hans sem hefur aðgang að prestþjónustubók þar sem fermingin er skráð sem getur gefið út fermingarvottorð.

Samkvæmt bókinni „Embættisgjörð – guðfræði þjónustunnar í sögu og samtíð“ eftir dr. Einar Sigurbjörnsson þurfa skírnarvottar/guðfeðgin að vera bæði skírð og fermd. Hins vegar segir ekkert til um það, hvorki í bókinni né annarsstaðar, hvort þau geta verið utan þjóðkirkjunnar eða ekki þegar þau gerast guðfeðgin/skírnarvottar. Það er þó skiljanlega æskilegt að þau séu meðlimir kristins trúféla Þá skal þess getið að í Innri samþykktum þjóðkirkjunnar segir svo: „Presturinn og guðfeðgin, skírnarvottar, eru fulltrúar samfélags heilagrar, almennrar kirkju og ábyrg fyrir því að barnið fræðist um Jesú Krist og fagnaðarerindi hans.

Skírnarvottar eða guðfeðgin eru frá tveimur og upp í fimm.

Foreldrar velja skírnarvottar/guðfeðgin og eru það gjarnan einstaklingar úr fjölskyldunnu.
Einnig má líta svo á að öll þau sem viðstödd eru skírn séu vottar að sú athöfn hafi farið fram án þess að nokkrar sérstakar kvaðir séu lagðar á þau eins og á þau sem kvödd eru sérstaklega til að vera skírnarvottar/guðfeðgin. Þó skal þess getið að prestur beinir í skírnarathöfninni þeim orðum til ástvina barnsis að sú ábyrgð sé lögð á þá að ala barnið upp „í ljósi fyrirheitis skírnarinnar, kenna því að að elska Guð, tilbiðja hann, varðaveita orð hans og sakramenti og þjóna nánunganum í kærleika.“ (Handbók kirkjunnar, bls. 113).


Vertu velkomin/nn í Þjóðkirkjuna, skráning fer fram á vef Þjóðskrár skra.is tengill er á forsíðu kirkjan.is.

Almenna reglan er sú að fasteignir sem eru til sölu eða leigu eru auglýstar á heimasíðu kirkjunnar kirkjan.is. Þá eru fasteignir sem eru til sölu einnig auglýstar hjá þeim fasteignasala sem hefur verið falið að selja eignina.

Eðlilegt er að leitað sé fyrst til viðkomandi prófasts, en prófastar eru umboðsmenn biskups í héraði. Upplýsingar um prófasta er að finna hér.

Litir kirkjuársins

Fyrsta vikan í aðventu: Litur HVÍTUR

Önnur til fjórða vikan í aðventu: Litur FJÓLUBLÁR

Aðfangadagur til þrettánda: Litur HVÍTUR

Fyrsti sunnudagur eftir þrettánda til fyrsta sunnudags í föstu: Litur GRÆNN

Fyrsti sunnudagur í föstu til miðvikudags fyrir skírdag: Litur FJÓLUBLÁR

Skírdagur til hvítasunnu: Litur HVÍTUR

Hvítasunna til fyrsta sunnudags eftir þrenningarhátíð: Litur RAUÐUR

Fyrsti sunnudagur eftir þrenningarhátíð til fyrsta sunnudags í aðventu: Litur GRÆNN

Kirkjuþing setur gjaldskrá vegna þjónustu kirkjunnar þ.m.t. vegna prestsþjónustu. Gjaldskráin er aðgengileg á vef kirkjunnar, neðst á þessari vefsíðu.

Það er gjaldfrjálst að skíra við guðsþjónustu og það stendur öllum til boða. Ef skírn er í sérathöfn þá er kostnaður samkvæmt gjaldskrá. Núna er upphæðin 6.701 kr. Við það getur bæst aksturskostnaður ef athöfnin fer fram í heimahúsi. Mikið af upplýsingum um skírn má sjá á skirn.is.

Sóknargjöld eru félagsgjöld, sem ríkið innheimtir og skilar til safnaða þjóðkirkjunnar og skráðra trú og lífsskoðunarfélaga. Sóknargjöld sem greidd eru til þjóðkirkjunnar renna beint til þess safnaðar sem greiðandi tilheyrir. Þau renna hins vegar hvorki til þess að standa straum af kostnaði við yfirstjórn kirkjunnar né til að kosta prestsþjónustuna í landinu.

Sóknargjöld standa undir þjónustu safnaðanna. Þau eru notuð til að greiða laun starfsmanna sókna t.d. organista, kirkjuvarða, djákna, ræstitækna, starfsfólks í barna- og, æskulýðsstarfi og öðru kirkjustarfi. Misjafnt er milli safnaða hversu margt launað starfsfólk starfar þar. Sóknargjöld fara einnig í allan rekstur húsnæðis kirkjunnar t.d. viðhald á kirkjum, rafmagn og hita og annan kostnað sem fellur til. Þá fara sóknargjöldin enn fremur í kaup á því sem nota þarf við starf kirkjunnar t.d. efniskostnað við barna- og æskulýðsstarf, fullorðinsstarf, eldriborgarastarf og annað kirkjulegt starf. Messukaffi er oftast greitt af sóknargjöldum sem og aðrar veitingar sem boðnar eru. Í ákveðnum tilvikum fara sóknargjöld í að kosta tiltekna viðburði, t.d. fyrirlestra um ákveðin málefni, ferðakostnað eða annað slíkt.

Sóknargjöldin eru fyrir árið 2023 kr. 1192 á mánuði.

Ef farið væri eftir lögum um sóknargjöld o.fl. nr. 91/1987, hefðu sóknargjöldin árið 2018 átt að vera um 1.556 kr. á mánuð og 1.649 kr. árið 2019,sóknargjöld ættu að vera árið 2023 um 2010 krónur.

Á vef Fjársýslu ríkisins má sjá upphæð sóknargjalda. Uppgjör sóknargjalda 2021.

Sóknargjöld eiga upphaf sitt í tíundargreiðslunum 1096, fyrstu skattalöggjöf á Íslandi. Þar var gert ráð fyrir að fjórðungur tíundargreiðslna færi í viðhald kirkju, fjórðungur til presta, fjórðungur til biskupsstóls og fjórðungur til þurfamanna. Í tíunda kafla Íslendingabókar segir Ari fróði að ólíkt mörgum öðrum löndum hafi tíund verið tekinn upp með miklum friði á Íslandi.

Ríkið tók yfir innheimtu sóknargjalda árið 1988 samhliða innleiðingu staðgreiðslu. Þau umskipti fólu m.a. í sér að lagður var á einn tekjuskattur til ríkisins sem komí stað blandaðrar innheimtu tekjustkatts og ýmissa annarra lögbundinna gjalda, þ.á m. sóknargjalds.
Markmið löggjafans með setningu nýrra laga um sóknargjöld árið 1987 var að tryggja trúfélögum óbreyttar tekjur af sóknargjöldum við þær breytingar sem urðu á innheimtu opinberra gjalda með staðgreiðslukerfinu. Í umræðu um frumvarpið sem var samþykkt samhljóða athugasemdarlaust sagði þáverandi kirkjumálaráðherra:

"Ég vil af því tilefni taka alveg skýrt fram að söfnuðir þjóðkirkjunnar og önnur trúfélög hafa fram til þessa haft sjálfstæðan tekjuskatt og í frv. er einungis gert ráð fyrir að þau hafi hann áfram en með öðrum hætti en verið hefur vegna þeirrar einföldunar á skattakerfinu sem staðgreiðslan felur í sér."

Lög um sóknargjöld: https://www.althingi.is/lagas/nuna/1987091.html.

Uppgjör sóknargjalda frá Fjársýslu ríkisins: https://www.fjs.is/utgefid-efni/soknargjold/.

Saga sóknargjaldanna, grein eftir Dr. Sigríði Guðmarsdóttur: https://sigridur.org/2012/04/18/saga-soknargjaldanna/.

Greinagerð starfshóps um fjárhagsleg málefni þjóðkirkjunnar og safnaða hennar frá Innanríkisráðuneyti.

Í starfsreglum um sóknarnefndir nr. 1111/2011 sbr. starfsreglur. nr. 1037/2012, nr. 305/2016og nr. 1051/2018 segir

í 9.gr.
„Sóknarnefnd er óheimilt að efna til fjárskuldbindinga með persónulegum ábyrgðum einstaklinga“
Og í 10.gr.

Sóknarnefnd getur ekki veðsett eignir sóknarinnar nema með samþykki safnaðarfundar.“
Í ljósi þess að einstaklingi er bannað að fara í persónulegar skuldbindingar fyrir sóknina/söfnuðinn sinn leiðir það okkur að því að ekkert sé því til fyrirstöðu, að fengnu samþykki safnaðarfundar, að veðsetja kirkjuna.

Það er þó gott að hafa í huga, þegar á að fara í lántökur og auka skuldasöfnun, að í 8.gr. sömu reglna segir:
„Ef fjárhag sókna er stefnt í tvísýnu með miklum hallarekstri eða skuldasöfnun þannig að það hamli eðlilegu safnaðarstarfi, eða er óstarfhæf, er kirkjuráði heimilt að grípa inn í reksturinn, t.d. með skipun fjárhaldsmanns eða eftirlitsnefndar.“


Í Lúkasarguðspjalli fjórða kafla vers 43 svarar Jesús þessari spurningu svona;
„Mér ber og að flytja hinum borgunum fagnaðarerindið um Guðs ríki því að til þess var ég sendur.“
Fagnaðarerindið er því himnaríki, sjálft ríki Guðs, sem Jesú Kristur opinberaði og talaði um sem fagnaðarerindið fyrir okkur.
Þá má líka nefna að ástæðan fyrir því að við notum orðið „fagnaðarerindi“ á rætur að rekja í gríska orðið „Ευαγγέλιο (borið fram Evangélio)“ og þýðir „góðar fréttir“ sem fagnaðarerindið er svo sannarlega.