Svo er hægt að skrifa stafi allra í fjöslkyldunni á karlana.

Kærar þakkir fyrir að koma í sunnudagaskólann með barnið.
Stundirnar í sunnudagaskólanum eru gæðastundir, fjarri símum, skjáum  og öðrum snjalltækjum.

Hér kemur lítil hugmynd að gæðastund heima:

Efni og áhöld:
A4 blöð, skæri og skriffæri.

Aðferð:
Brjótið blaðið saman langsum í tvennt. Klippið það í sundur þannig að til verða tveir renningar.
Sjá útskýringamynd.
Sjáið hvað þau leiðast fallega. Þetta eru góðir vinir.
Skrifið stafi allra í fjölskyldunni á pappírsfígúrurnar.

Þroskaþættir:
Ef barnið hefur aldur til getur það hjálpað til við að klippa stafakrakkana út. Einnig getur það sjálft skrifað stafina á þá. Ef það getur það ekki er nóg að skrifa stafina á þá og kenna barninu um leið hvernig starfir krakkanna í fjölskyldunni, eða stafir vinanna líta út og hvað þeir heita og segja.
Í framhaldi af því má ræða um það hvernig góðir vinir eru. Þeir t.d. lána dótið sitt. Þeir passa sig að meiða engan. Þeir tala fallega o.s.frv.

Til minnis:
Leikskólabörn: Hámarksskjátími 60 mínútur á dag.
1.-4. bekkur: Hámarksskjátími 90 mínútur á dag.
Spörum skjátímann, hjálpum börnunum að finna eitthvað annað að gera.

https://kirkjan.is/thjonusta/fraedsla/bras-og-brall/stafakrakkar/