Starfsfólk / viðtöl

Starfsfólk

Fjölskyldufræðingarnir sem hér starfa eru öll með sérmenntun og reynslu í fjölskylduráðgjöf og handleiðslu.

Fjölskyldufræðingarnir hafa samráð sín á milli til að veita sem faglegasta þjónustu.

Andrea Baldursdóttir, fjölskyldufræðingur
andrea.baldursdottir[hjá]kirkjan.is 

Guðrún Kolbrún Otterstedt, fjölskyldufræðingur 
gudrun.kolbrun.otterstedt[hjá]kirkjan.is

Karen Lind Ólafsdóttir, prestur 
karen.ol[hjá]kirkjan.is

Vigfús Bjarni Albertsson, forstöðumaður
vigfus.bjarni.albertsson[hjá]kirkjan.is

Símanúmer Fjölskyldu - og sálgæsluþjónustu kirkjunnar er: 528 4300.

Trúnaður

Fjölskyldu - og sálgæsluþjónusta kirkjunnar er bundin þagnarskyldu. Við geymum ekki skýrslur um fjölskylduna, en skráum nauðsynlegar upplýsingar meðan á viðtölunum stendur.

Dragðu ekki að leita þér hjálpar hjá okkur eða annars staðar. Góð samskipti við aðra, einkum okkar nánustu, eru mikilvæg fyrir vellíðan og heilbrigði.

Viðtöl

Þið getið leitað til okkar þegar:
  • þið viljið bæta hjónaband ykkar eða sambúð
  • þú vilt eiga betri samræður við maka þinn
  • þið viljið meiri frið og sátt heima
  • kominn er trúnaðarbrestur í hjónabandið eða sambúðina
  • þið viljið bæta ástarlífið
  • þið hafið leitt hugann að skilnaði
  • þið hafið ákveðið að skilja og viljið ræða velferð barnanna
  • þið viljið bæta samskipti í stjúpfjölskyldu
  • styrkja þarf samband við barn eða ungling í fjölskyldunni
  • auka þarf sátt varðandi umgengni við barn / börn eftir skilnað foreldra

Í viðtölum og samvinnu við fjölskyldufræðinga gæti vandi ykkar skýrst og lausnir fundist. Yfirleitt er best að þeir sem deila vandanum komi saman í viðtölin. Oftast er hvert viðtal um einnar klukkustundar langt. Viðtölin geta dreifst á nokkra mánuði. Hvert viðtal kostar kr. 4000.

Að panta tíma

Þú eða einhver úr fjölskyldunni getið haft samband og óskað eftir viðtali. Við tökum niður helstu upplýsingar. Ykkur er síðan gefið viðtal við fyrsta tækifæri. Viðtölin fara fram kl. 9-16 alla virka daga nema laugardaga. Símanúmer Fjölskyldu - og sálgæsluþjónustu kirkjunnar er: 528 4300.