Fjaran er ævintýraheimur

Kærar þakkir fyrir að koma í sunnudagaskólann með barnið.
Stundirnar í sunnudagaskólanum eru gæðastundir, fjarri símum, skjáum  og öðrum snjalltækjum.

Hér kemur lítil hugmynd að gæðastund heima:

Efni og áhöld:
Klæðnaður eftir veðri.
Fjara.

Aðferð:
Farið niður í fjöru og sjáið hvað er þar að finna.
Finnið þara. Finnið skeljar og kuðunga. Finnið steina til að kasta í sjóinn.
Kíkið undir fjörusteinana. Er eitthvað þar.
Takið eftir því hvernig öldurnar koma og fara alveg eins og jörðin sé að anda.
Ræðið um flóð og fjöru. Stundum er fjara og stundum er flóð.
Takið eftir því hvort þið sjáið fugla.
Hvernig lykt finnið þið?

Þroskaþættir:
Hér er barnið hvatt til þess að taka eftir hlutum í umhverfi fjörunnar. Hér reynir á skilningarvitin, sjón, heyrn, þefskyn og líka á snertingu því það getur verið svolítið skrýtið að koma við þara, fjörusand, skeljar eða annað sem finnst í fjöru. Kannski er líka svolítið skrýtið að ganga í fjörunni og sjá hvernig litlar öldur leika um stígvélin.

Til minnis:
Leikskólabörn: Hámarksskjátími 60 mínútur á dag.
1.-4. bekkur: Hámarksskjátími 90 mínútur á dag.
Spörum skjátímann, hjálpum börnunum að finna eitthvað annað að gera.

https://kirkjan.is/thjonusta/fraedsla/bras-og-brall/