Marglitir englar í snjónum

Marglitur engill í snjó.

Gæðastundir

Kærar þakkir fyrir að koma í sunnudagaskólan með barnið.Stundirnar í sunnudagaskólanum eru gæðastundir, fjarri símum, skjám og öðrum snjalltækjum.

Hér kemur lítil hugmynd að gæðastund heima:

Efni og áhöld:
Úðabrúsi með vatni og matarlit (helst í fleiri en einum lit).
 Eins má setja matarlitinn í skál og nota skeið og skvetta á svæðið sem á að mála.
 Síðan mætti búa til augu munn, nef og hár á snjóengilinn t.d. með steinum eða haustlaufum.

Leikurinn:
Barnið leggst í snjóinn og baðar út höndum og fótum til þess að búa til snjóengil.
Svo stendur það upp og nú ætlar það að mála engilinn.
Hvernig á kjóllinn að vera á litinn? En hvernig eiga vængirnir að vera?
Leyfið börnunum að skapa í frjálsum leik þar sem þau nota efniviðinn snjó og matarlit.

Þroskaþættir
Hvað heita litirnir? 
Nefnið líkamsparta engilsins.
Hann er með vængi, augu, munn og nef.
Er hann með hár? Hvar eru skórnir?
Ef barnið er vaxið upp úr slíkum umræðum má fara í heimspekilegri umræður um engla.
Hvað eru englar? Hvað gera englar?

Ef barnið hefur aldur og þroska til mætti nota tækifærið og segja því söguna um englana sem birtust hirðunum á jólanótt.
Hér er söguna að finna á hljóðfæl Smellið hér til að hlusta

Til minnis:
Spörum skjátímann og aukum gæðastundir.
Leikskólabörn: Hámarksskjátími 60 mínútur á dag.
1.-4.bekkur: Hámarksskjátími 90 mínútur á dag.

https://kirkjan.is/thjonusta/fraedsla/bras-og-brall/marglitir-englar-i-snjonum/