Kosning

Vefsíða fyrir kosningu biskups Íslands 2024

 

KJÖRSKRÁ

Kjörskrá vegna kosningar biskups Íslands liggur frammi frá og með 22.febrúar 2024.

Viðmiðunardagur skilyrða kosningarréttar er 15. febrúar 2024..

Smelltu á  Kjörskrá til að kanna hvort þú ert með rétt til að kjósa.

           

Síðari umferð kosningar biskups Íslands hefst fimmtudaginn 2. maí 2024 kl. 12:00 og lýkur þriðjudaginn 7. maí 2024 kl. 12:00.

Starfsreglur um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa, nr. 9/2021-2022,

A. Kosningarréttur vígðra:

Biskup Íslands og vígslubiskupar eiga kosningarrétt við biskupskjör. Auk þeirra á kosningarrétt
hver sá sem vígslu hefur hlotið og er:

    1. þjónandi prestur eða djákni íslensku þjóðkirkjunnar eða hjá íslenskum söfnuði
    þjóðkirkjunnar erlendis og er í föstu og launuðu starfi sem slíkur, eða
    2. þjónandi prestur eða djákni sem lýtur tilsjónar biskups Íslands og er í föstu og launuðu starfi
    á vegum stofnunar og/eða félagasamtaka hér á landi.
    Prestur eða djákni í tímabundnu leyfi, allt að tveimur árum, nýtur kosningarréttar.
    Prestur sem settur er til þjónustu tímabundið nýtur ekki kosningarréttar nema í þeim tilfellum
    þar sem ekki er skipaður prestur fyrir.
    Prestur, sem sinnir aukaþjónustu, nýtur ekki kosningarréttar fyrir það embætti sem hann sinnir
    aukaþjónustu í.
        Djákni skal vera ráðinn til a.m.k. eins árs eða ótímabundið til að njóta kosningarréttar.
    Prestur eða djákni sem látið hefur af þjónustu nýtur ekki kosningarréttar.
    Kosningarrétt eiga vígðir starfsmenn á þjónustumiðstöð Þjóðkirkjunnar sem eru í föstu starfi.

Starfsreglur um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa, nr. 9/2021-2022,

B. Kosningarréttur leikmanna:

    1. aðal- og varamenn í sóknarnefndum.
    2. Þá skulu allt að sjö kjörfulltrúar úr hverju prestakalli valdir af sóknarnefnd eða
    sóknarnefndum til viðbótar öðrum kjörfulltrúum, sbr. lið 1.
    Þeir leikmenn sem eiga sæti á kirkjuþingi og ekki eiga atkvæðisrétt skv. liðum 1 eða 2.

Frambjóðendur til kjörs biskups Íslands 2024 í seinni umferð biskupskosninga eru,;

Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir

Kosið er á milli þeirra í síðari umferð sem hefst fimmtudaginn 2. maí 2024 kl. 12:00 og lýkur þriðjudaginn 7. maí 2024 kl. 12:00.

Kjörskrá við síðari umferð verður óbreytt.

 

Smellið á sækja til að hlaða niður kynningarbréfi biskupsefna - sækja

      Sr. Elínborg Sturludóttir                 Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson      Sr. Guðrún Karls Helgudóttir

Kynningarfundir frambjóðenda til biskups Íslands

Kjörstjórn


Kjörstjórn við kirkjuþingskjör er jafnframt kjörstjórn við biskupskjör.

Kjörstjórn telur tilnefningar innan sólarhrings frá því að tilnefningu var lokið samkvæmt framangreindu.

Að mánuði liðnum fer fram kosning.

Kosning er rafræn.

Kosning fer fram þó einn sé í kjöri, nema um endurkjör sé að ræða.

Kjörstjórn sendir þeim sem eiga kosningarrétt nauðsynleg kjörgögn rafrænt.

Við atkvæðagreiðslu er notast við rafræn skilríki.

Kjörstjórn auglýsir á vefsvæði þjóðkirkjunnar og á öðrum fréttamiðlum hvenær kosning hefst og hvenær henni lýkur.

Auglýsing er birt viku áður en kosning hefst.

Atkvæðagreiðsla stendur yfir í fimm sólarhringa.

Allar upplýsingar um undirbúning og framkvæmd kosninga verða aðgengilegar á vefsvæði þjóðkirkjunnar, á rekstrarskrifstofu þjóðkirkjunnar og hjá próföstum.

Talning atkvæða hefst innan sólarhrings frá lokum kosningar.

Sá eða sú er réttkjörinn biskup Íslands sem fær meiri hluta greiddra atkvæða.

Ef enginn frambjóðandi fær meiri hluta greiddra atkvæða skal kosið á nýjan leik milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu.

Ef fleiri en tveir fá jafnmörg atkvæði skal hlutkesti ráða um hverja tvo skuli kosið.

Sá eða sú er réttkjörinn biskup Íslands sem fær meiri hluta greiddra atkvæða.

Verði atkvæði jöfn skal hlutkesti ráða.

Á vefsvæði þjóðkirkjunnar verða birtar upplýsingar um kosningaþátttöku og úrslit kosningar.

Að lokinni kosningu gefur kjörstjórn þjóðkirkjunnar út kjörbréf til biskups Íslands.