Hjónavígsla

Description

Viltu bóka hjónavígslu.

Hafðu samband við kirkjuna þína og fáðu samtal við prest þar,kirkjan tekur ávallt vel á móti þér.

Hér getur þú fundið þína sóknarkirkju.Sóknir

Prestar þjóðkirkjunnar

Hjúskaparsáttmálinn

Hjúskaparsáttmálinn er í eðli sínu veraldleg stofnun. Karl og kona, karl og karl eða kona og kona sem heimild hafa til hjúskapar lýsa því yfir í áheyrn votta að þau vilji vera hjón og síðan handsala þau þennan sáttmála. Efnislega er enginn munur á þessu hvort sem um er að ræða borgaralegt brúðkaup eða kirkjulegt. Samkvæmt íslenskum lögum hafa prestar og forstöðumenn safnaða heimild til að annast þennan borgaralega gjörning. Önnur algeng heiti á hjónavígslu eru brúðkaup og gifting.

Kirkjuleg hjónavígsla er helgiathöfn þar sem tveir einstaklingar, karl og kona, eða tveir karlar eða tvær konur, heita hvort öðru ævitryggðum, að eiga, njóta og þiggja saman yndi lífsins, gleði og sorgir.

Það sem greinir kirkjulega hjónavígslu frá borgaralegri er fyrst og fremst afstaða brúðhjónanna til kristinnar trúar. Þetta er kristin hjúskaparstofnun. Kirkjubrúðkaup er því grundvöllur að kristnu heimili.

Meginregla er að brúðkaup fari fram í kirkju. Í það minnsta skulu vera viðstaddir tveir vottar, eða svaramenn, en oftast eru það fleiri, úr söfnuðinum eða fjölskyldum brúðhjónanna.

Heimild er fyrir því að giftingarathöfn geti farið fram á heimili eða utanhúss.

Þegar annað eða bæði hjónaefni hafa lögheimili erlendis þá gefa sýslumannsembættin út könnunarvottorð um hjúskaparskilyrði.

Nánari upplýsingar um það er að finna á vefjum sýslumannsembættanna.

Tónlist

Það er ýmiskonar tónlist leikin við kirkjubrúðkaup. Gott er að hafa í huga að textin hæfi tilefninu.

Algengustu sálmarnir eru:

       262, Ó himnafaðir hjá oss ver
       263, Vor Guð í Jesú nafni nú
       264, Heyr börn þín

       590, Faðir vor þín eilíf elska vakir
       716, Kærleikans faðir
       717, Hve gott og fagurt