Leikmannastefna

Fjallar um málefni leikmanna, hlutverk og störf sókna og sóknarnefnda, svo og um starf kristilegra félagasamtaka og aðra þjónustu kirkjunnar við söfnuði landsins.
Kemur sameiginlega fram fyrir hönd leikmanna, sókna og sóknarnefnda gagnvart stjórnvöldum, stofnunum kirkjunnar, starfsmönnum hennar og samtökum þeirra svo og öðrum aðilum eftir því, sem við á.  Eflir þátttöku leikmanna í starfi kirkjunnar og kynni þeirra sín á milli.
Á leikmannastefnu eiga sæti með málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt fulltrúar leikmanna fyrir hvert prófastsdæmi, sem kjörnir eru á héraðsfundum til fjögurra ára í senn alls 36 fulltrúar.

Fjöldi fulltrúa hvers prófastsdæmis skal vera sem hér segir:

    Suðurprófastsdæmi 4 fulltrúar.
    Kjalarnessprófastsdæmi 5 fulltrúar.
    Reykjavíkurprófastsdæmi vestra 5 fulltrúar.
    Reykjavíkurprófastsdæmi eystra 5 fulltrúar.
    Vesturlandsprófastsdæmi 4 fulltrúar.
    Vestfjarðaprófastsdæmi 3 fulltrúar.
    Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi 3 fulltrúar.
    Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi 4 fulltrúar.
    Austurlandsprófastsdæmi 3 fulltrúar.
Kjósa skal varamann fyrir hvern fulltrúa.
Gæta skal ákvæða laga um jafnan rétt og jafna stöðu karla og kvenna.]1)

Leikmannastefnu með málfrelsi og tillögurétt sitja:

    Biskup Íslands eða fulltrúi hans.
    Forseti kirkjuþings eða varaforseti.
    Leikmenn á kirkjuþingi.
    Leikmenn í kirkjuráði.
    Aðrir þeir sem biskup Íslands tilnefnir hverju sinni í samráði við leikmannaráð.
    Fulltrúi frá hverjum þeim samtökum og félögum sem starfa á landsvísu innan þjóðkirkjunnar.

Leikmannaráð

Fulltrúar leikmannastefnu kjósa leikmannaráð úr hópi leikmanna skv. 4. gr. til fjögurra ára. Leikmannaráð er skipað þremur mönnum og jafnmörgum til vara og skulu þeir skipta með sér verkum. Leikmannastefna getur samþykkt að auka fjölda fulltrúa í leikmannaráði.