Hárgreiðslustofan

Skemmtilegur hárgreiðslustofuleikur. Sem endar á því að Svanga pokadýrið kemur í heimsókn og borðar allt klippið. (Sjá nánari lýsingu).

Gæðastundir

Kærar þakkir fyrir að koma í sunnudagaskólan með barnið.
Stundirnar í sunnudagaskólanum eru gæðastundir, fjarri símum, skjám og öðrum snjalltækjum.

Hér kemur lítil hugmynd að gæðastund heima:

Hárgreiðslustofan er opin og svanga pokadýrið kemur í heimsókn!

Efni og aðerð (Sjá efri myndina)
Brjótið A4 blað saman í helminga, svo aftur í helming
alveg þar til það myndar átta fleti (sjá mynd).
Klippið hálfhring en skiljið eftir ferkantaðan flöt ofan á honum.
Klippið ferkantaða flötinn í strimla en það er hárið.
Barnið teiknar augu, munn og nef á hvern hálfhring (sjá skýringarmyndir).
Úr einu A4 blaði verða til átta viðskiptavinir.

Raðið öllum viðskiptavinunum upp fyrir framan barnið og hefjið hárgreiðsluleikinn.
Barnið er rakarinn/hárgreiðslukonan/maðurinn.

Nú hefst leikurinn:
Foreldrið leikur alla viðskiptavinina:
Góðan daginn, get ég fengið klippingu hjá þér?
Barnið: Já, hvernig hárgreiðslu viltu?
Foreldrið: Jah! Bara allt af takk 
😉.

Og barnið tekur til við að klippa.

En hvað á að gera við allt „hárið“ sem nú er úti um allt?

Svanga pokadýrið kemur og étur allt klippið! (Sá neðri myndina).
Það þarf tvö A4 blöð til að búa til svangt pokadýr.
Teiknið augu, nef og opinn munn á annað blaðið.
Klippið nægilega stórt gat á munninn svo pokadýrið geti borðað „hárið“.
Límið eða heftið hitt blaðið aftan á.
Nú fær barnið það verkefni að gefa svanga pokadýrinu að borða.
Það verður ekki satt fyrr en það er búið að fá allar afklippurnar.
Þegar leiknum er lokið má henda pokadýrinu í ruslið.

Þroskaþættir:
Það er flókið að klippa. Það krefst ákveðinnar stjórnunar á höndunum.
Ef barnið hefur ekki náð neinum tökum á því að klippa er gott að byrja á því að klippa leir.
Það er auðveldara en að klippa blað.
Þá er sniðugt að búa til orma úr leirnum og barnið klippir litla búta.
Það er hægt að dunda sér lengi við það.

Það að pilla upp allar afklippurnar og setja í munninn á svanga pokadýrinu
er líka góð æfing fyrir tangargrip fingranna.

Til minnis:
Spörum skjátímann.
Leikskólabörn: Hámarsksskjátími 60 mínútur á dag.
1.-4.bekkur: Hámarksskjátími 90 mínútur á dag.

https://kirkjan.is/thjonusta/fraedsla/bras-og-brall/hargreidslustofan-/