Um vefinn

Sálmabókarvefur

Samhliða útgáfu nýrrar sálmabókar hefur tæknihópur sálmabókarnefndar, sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs þjónustumiðstöðvar kirkjunnar og veflausnir Advania unnið að hönnun og smíði sálmabókargagnagrunns á þjónustuvef kirkjunnar.

Vefsíðan salmabok.is sækir upplýsingar í sálmabókargagnagrunninn og er þetta fyrsta útgáfan af vefsíðunni. Margar hugmyndir bíða þess að fá framgang og birtast á Sálmabókarvefnum í framtíðinni. Allar ábendingar tengdar salmabok.is má senda á salmabok@kirkjan.is.

Sálmabókin er til sölu á vef Kirkjuhússins.

Skýringar

Skýringar

T     Höfundur texta
L     Höfundur lags
R     Höfundur raddsetningar
S     Söfnuður eða Svar
P     Prestur
F     Forsöngvari

Heimildir

Vulpius 1609 (og sambærilegar heimildir)
Eitt nafn/staðarheiti og ártal í heimildum merkir útgefið handrit eða bók, ártalið er útgáfuárið.

Melchior Vulpius 1609 (og sambærilegar heimildir)
Eiginnafn og kenninafn ásamt ártali í heimildum merkir höfund texta eða lags. Ef engin komma er á eftir nafni höfundar og á undan ártali er talið að lag eða texti sé samið það ár sem getið er. Ef komma er höfð á eftir nafni höfundar merkir ártalið elstu útgáfu sem vitað er um.


Dæmi: Sigvaldi Kaldalóns 1926 [lagið er samið árið 1926]
            Sigvaldi Kaldalóns, 1944 [lagið er fyrst útgefið árið 1944]

Orgelpípa

Ef orgelpípumerki er við sálm merkir það að hljómsetning sálmsins er byggð á raddsetningu hans. Með Sálmabók íslensku kirkjunnar 2022 er Ný sálmasöngsbók gefin út rafrænt þar sem finna má radd- og hljómsetningar fyrir hvern sálm í bókinni. 

Yfirskrift og heiti

Yfirskrift sálms er fyrsta lína fyrsta erindis (nema í nr. 346–348 og í lessálmum). Heiti sálms kemur fram neðanmáls ef við á.

Hljómanöfn

Hér fyrir neðan eru hljómanöfn þýdd og útskýrð. Vinstra megin eru hljómanöfnin eins og þau eru skráð við sálmana skv. enskri hefð (t.d. B og Bb). Hægra megin eru skýringarnar skv. íslenskri málhefð (skandinavískri/þýskri). Það fer eftir stíl sálmalaga hversu marga tóna í hljómum fer vel á að spila eða sleppa. Þetta á t.d. við um forn sálmalög sem oftast eru sungin án undirleiks og eru hljómsetningar þeirra hugsaðar til stuðnings. Sé tónum sleppt gildir almennt að oft má sleppa 5-und og í sjöundarhljómum jafnvel 3-und.