Trśin og lķfiš
Spurningar

Undirsķšur

Skyld svör

 1. Foreldrar Marķu og systkini Jesś
 2. Hvaša ritningartexta mį nota viš hjónavķgslu?
 3. Er talaš um bölbęnir ķ Biblķunni?
 4. Merking oršanna „Žar er ég mitt į mešal žeirra“?
 5. Hvaš er Jśdasargušspjall

Önnur svör

Svör sem birt voru ķ sama mįnuši

 1. Afstašan til giftingar samkynhneigšra
 2. Foreldrar, fermingarfręšsla og gjald
 3. Hvaš heitir skįlin sem börn eru skķrš upp śr?
 4. Kirkjan, Darwin og aparnir
 5. Mįlfar bęnarinnar
 6. Af hverju er svona erfitt aš gefa saman fólk af sama kyni?

Eru Satan eša englar synir Gušs?

Gušbjörg spyr:

Var satan sonur Gušs?? En englarnir eru žeir synir Gušs???

Žórhallur Heimisson svarar:

Blessuš og sęl Gušbjörg. Svo ég byrji nś į fyrri spurningunni žį er svariš nei, Satan er ekki sonur Gušs. Satan eša djöfullinn ber mörg nöfn og flest eru žau lżsandi fyrir žaš illa afl sem hann stendur fyrir[1]. Sjįlft heitiš djöfull er komiš śr grķsku og heitir žar diabolos, sem merkir rógberinn. Hann er sį sem ber róginn og illyršin milli manna og kemur žannig af staš illindum og įtökum, sundrar og sįir misklķš. Nafniš Satan er hebreskt og merkir andstęšingurinn eša sį er vinnur gegn vilja Gušs. Einnig er nafniš Lśsķfer komiš śr hebresku, en Lśsķfer er ljósberinn og samkvęmt frįsögnum Gamla testamentisins einn af englum Gušs sem gerši uppreisn gegn Guši, vildi sjįlfur verša sem Guš og var žvķ kastaš nišur ķ myrkriš žar sem hann rķkir sem myrkrahöfšinginn. Ķ lagabókum gyšinga er heita Mishna og Talmśd, er gert hįšulegt grķn aš žessum andstęšingi Gušs og hann kallašur Belsebśl sem merkir Flugnahöfšinginn, sį er rķkir yfir rotnuninni og flugunum sem safnast um hręin. Einnig ber hann žar nafniš Belķel en žaš tįknar veršleysi.

Öll žessi nöfn tįkna žį illt afl, andstęšing Gušs, žann er vinnur gegn hinu góša. En ķ Biblķunni er žessi andstęšingur Gušs aldrei talinn jafnoki hans. Ķ Gamla Testamentinu er hann jafnvel sumstašar talinn sendiboši Gušs, sendur til žess aš reyna mennina. Guš er einn Guš og ekkert afl er til sem stenst hann, sś er trś Biblķunnar. Aftur į móti er vķša talaš um svokallaša demóna ķ Gamla Testamentinu, sem eru heišin goš eša heišnir gušir sem mennirnir dżrka ranglega. Žeir eru ķ raun ekki til, žvķ guš er einn. Aš illt afl skuli finnast ķ veröldinni telur Biblķan vera vegna žess aš mennirnir hafi snśiš sér frį Guši, eins og Lśsķfer gerši, til žess aš gera sjįlfa sig aš gušum.

Hinar upprunalegu hugmyndir Biblķunnar um Satan sem andstęšing mannanna ķ hinni himnesku hirš en ķ žjónustu Gušs (Jobsbók 1:6-12, 2:4-7), žróušust undir persneskum įhrifum yfir ķ algera tvķhyggju, sem er kenningin um hin tvö andstęšu, jafnsterku, öfl er takast į ķ veröldinni. Litu Persar žį į Satan sem leištoga demónanna er stęši vķggirtur andspęnis Guši og englum hans. Į hinum efsta degi myndi fylkingunum ljósta saman og berjast til śrslita. Žangaš til vęri vķgvöllurinn hugur og vilji mannanna[2]. En slķk tvķhyggja er ekki til stašar ķ Biblķunni.

Ķ Nżja Testamentinu er lķtill įhugi į vangaveltum um žessi myrku fręši. Vissulega er talaš žar um demóna, pśka og įra sem eru leikbrśšur andstęšingsins, Satans, og freista kristinna manna. Gegn žeim og rógberanum sjįlfum, djöflinum, žurfa kristnir menn aš standa og berjast. En Jesśs, sem sonur Gušs og orš Gušs ķ heiminum, hefur algert vald yfir žessum illu öflum og rekur burt illu andana hvar sem žeir męta honum. Žannig sżnir hann óskoraš vald Gušs[3]. Eftir daga Krists blómstrar aftur į móti djöflafręšin, bęši mešal gyšinga, ķ frumkirkjunni og hjį kirkjufešrunum. Frumkirkjan er kirkjan kölluš fyrstu aldirnar eftir dauša og upprisu Jesś, eša fram aš žvķ aš kirkjan var gerš aš rķkiskirkju ķ Róm um įriš 380. Kirkjufešur er aftur į móti samheiti yfir helstu leištoga kirkjunnar žetta sama tķmabil.

Vaxandi įhugi į djöflafręšum var ķ tengslum viš hin svoköllušu heimsslitafręši eša apokalyptik, sem fjallaši um yfirvofandi endi tķmanna. Sjįst žess glögglega dęmi ķ Opinberunarbók Jóhannesar svo dęmi sé tekiš, žar sem hiš góša og hiš illa takast į um heiminn į efsta degi. Ķ galdrafįrinu ķ Evrópu į 16. og 17. öld blómstrušu hugmyndirnar um djöfulinn bęši innan og utan kirkju og sömu hugmyndir lifa enn ķ dag ķ leynifélögum og dulspekihreyfingum.

En žį er komiš aš sķšari spurningu žinni Gušbjörg. Svariš žar er einnig Nei, englar eru ekki heldur synir Gušs. Oršiš engill er komiš śr grķsku og heitir žar angelos. Angelos merkir ķ raun sendiboši. Ķ Gamla Testamentinu eru englar sendir til aš leišbeina Ķsrael (1. Kon. 19:7). Ķ raun eru englar tįknmynd fyrir nįlęgš og hjįlp Gušs og gera ekkert af sjįlfum sér [4]. Hlutverk og fjöldi englanna eykst ķ frįsögum Gamla Testamentisins eftir žvķ sem lķšur į og meira aš segja hinn illi sjįlfur er sendur eins og fyrr segir til aš reyna Job. En englar eru ekki ašeins himneskar verur. Menn geta lķka samkvęmt Gamla Testamentinu veriš sendibošar Gušs og žannig englar. Ķ Nżja Testamentinu eru englar einnig įlitnir sendibošar Gušs og tįkn nęrveru hans. Žeir fylgja žannig Jesś į stęrstu stundum lķfs hans enda er Jesś Guš sjįlfur kominn ķ heiminn (Lśk.2:9, mark.1:13, Lśk.22:43). En Jesśs einn er sonur Gušs, Guš af Guši. Englar hafa ekkert sjįlftętt hlutverk og eru honum ekki jafnir. Englar Gušs taka aftur į móti žįtt ķ žróun sögunnar, fylgja kirkjunni sem fulltrśar Gušs og kristnum einstaklingum og berjast meš öllum góšum ęttum gegn hinu illa ķ hverri mynd, žar į mešal Satan. Pįll postuli gerir lķtiš śr englum og žeirra hlutverki žvķ hann er kallašur af Kristi (Gal.1:8). Einnig er variš viš tilbeišslu į englum ķ Nżja Testamentinu. Ef englar eru tilbešnir ķ sjįlfu sér eru žeir oršnir andstęša viš Guš og žar meš djöfullegir.

Eins og fyrr segir višurkennir Biblķan aldrei myrkrahöfšingjann sem jafnoka Gušs. Ķ Gamla Testamentinu mį sjį aš Guš skipar honum fyrir og žar sem hann ręšur sér einn, mį hann sķn einskis gegn almętti Skaparans. Aftur į móti er honum stillt upp sem andstęšingi englanna ķ gyšinglegum fręšum. Leištogi englanna var talinn erkiengillinn Mikael en andstęšingur hans var Satan. Undirpśkar framkvęmdu vilja Satans ķ barįttunni viš engla Mikaels. Pśkarnir tengjast žar skķt, myrkri, óhreinindum, rotnun, śrgangi og jafnvel konum sem tęla heišvirša karlmenn til fylgilags viš sig. Allir pśkarnir endurspegla žó ešli Satans sem er andstęšingurinn, andstašan viš hiš góša. Ķ Talmśd er lķka tala Satans skošuš og rędd en merkingu hennar könnum viš hér į eftir.

Ķ Opinberunarbók Jóhannesar sem veršur til eftir daga Jesś hafa heimsendafręšin mikil įhrif eins og fyrr segir. Žar gegnir andkristur stóru hlutverki ķ barįttunni um heiminn en tapar aš lokum. Įkefš hins illa ķ heiminum er śtskżrš žannig aš andkristurinn veit aš hann hefur tapaš fyrir Jesś og berst žvķ um žegar endalokin nįlgast.

Biblķan hefur yfirleitt lķtinn sem engan įhuga į demónum eša įrum. Aftur į móti getur žar mennskur mašur gjarnan kallast andstęšingur Gušs eša Satan rétt eins og hann getur veriš engill. Enginn fęšist žannig heldur velur mašurinn sjįlfur hvort hann stendur meš hinu góša, er ķmynd Gušs, eša kżs aš bera mynd hins illa, vera ķ raun Satan. Nišurstaša Biblķunnar er sś aš allir žeir sem rķsa gegn Guši, hvort sem žaš eru menn eša englar, geri žaš eingöngu til žess aš verša sem Guš, gera sjįlfa sig aš gušum. Laun žeirra er nišurlęging og ķ staš žess aš verša Guši lķkir verša žeir eins og ormurinn, veršleysiš, myrkriš. En sį sem gerir vilja Gušs ber mynd Gušs og veršur ķ verkum sķnum hluti af Guši og sendiboši Gušs, engill Gušs ķ heiminum.
Kvešja,
Žórhallur Heimisson

16/12 2005 · Skošaš 6048 sinnum


Ummęli frį lesendum

 1. Gušni Mįr Henningsson skrifar:
  Sęll Žórhallur. Ķ ljósi svara žinna um syni Gušs, hvernig śtskżrir žś eftirfarandi texta śr Gamla testamenntinu? Fyrsta bók Móse 6:2 sįu synir Gušs, aš dętur mannanna voru frķšar, og tóku sér konur mešal žeirra, allar sem žeim gešjušust. Fyrsta bók Móse 6:4 Į žeim tķmum voru risarnir į jöršinni, og einnig sķšar, er synir Gušs höfšu samfarir viš dętur mannanna og žęr fęddu žeim sonu. Žaš eru kapparnir, sem ķ fyrndinni voru vķšfręgir. Jobsbók 1:6 Nś bar svo til einn dag, aš synir Gušs komu til žess aš ganga fyrir Drottin, og kom Satan og mešal žeirra. Jobsbók 2:1 Nś bar svo til einn dag, aš synir Gušs komu til žess aš ganga fyrir Drottin, og kom Satan og mešal žeirra.

Langar žig aš bera fram spurningu? Geršu žaš žį hér.

Žķn ummęli

Nafn:
 
Netfang:
 
Ummęli:
 


Forsķša · Skoša svarflokka · Höfundar · Leit

Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar