Svör sem birt voru í sama mánuði
Dadda spyr:
E að hugsa um að gifta mig og langar að vita hvað ég þarf að hafa af pappírum eða vottorðum til þess? Kveðja Dadda.
Sigfús Kristjánsson svarar:
Sæl.
Þið hjónaefnin þurfið bæði að verða ykkur út um vottorð um hjúskaparstöðu, Það fáið þið hjá þjóðskrá og á því stendur að þið séuð bæði ógift. Þetta megið þið þó ekki gera of snemma því það má ekki vera meira en mánaðargamalt þegar hjónavígslan fer fram. Ef þið hafið lögheimili erlendis þá þarf að fá þetta vottorð frá viðkomandi landi. Í vigslunni þurfa svo að vera tveir vottar/svaramenn (oft foreldrar brúðhjóna).
Gangi ykkur vel,
kveðja,
Sigfús
30/9 2005 · Skoðað 6375 sinnum
Forsíða · Skoða svarflokka · Höfundar · Leit