Trúin og lífið
Pistlar


Undirsíður

Eftir sama höfund

Pistlar á trú.is eru birtir undir fullu nafni höfunda og eru á ábyrgð þeirra.Leita í pistlum

Axel Á Njarðvík

Breyta vatninu í manninum í ….

15. janúar 2012

Guðspjall: Jóh 2.1-11
Á þriðja degi var brúðkaup í Kana í Galíleu. Móðir Jesú var þar. Jesú var og boðið til brúðkaupsins og lærisveinum hans. En er vín þraut segir móðir Jesú við hann: „Þeir hafa ekki vín.“
Jesús svarar: „Hvað viltu mér, kona? Minn tími er ekki enn kominn.“
Móðir hans sagði þá við þjónana: „Allt það sem hann segir ykkur, það skuluð þið gera.“
Nú voru þar sex vatnsker úr steini samkvæmt reglum Gyðinga um hreinsun og tók hvert þeirra tvo mæla eða þrjá. Jesús segir við þá: „Fyllið kerin vatni.“ Þeir fylltu þau á barma. Síðan segir hann: „Ausið nú af og færið veislustjóra.“ Þeir gerðu svo. Veislustjóri bragðaði vatnið, sem var orðið vín, og vissi ekki hvaðan það var en þjónarnir, sem vatnið höfðu ausið, vissu það. Þá kallaði veislustjóri á brúðgumann og sagði: „Allir menn bera fyrst fram góða vínið og síðan hið lakara er menn gerast ölvaðir. Þú hefur geymt góða vínið þar til nú.“
Þetta fyrsta tákn sitt gerði Jesús í Kana í Galíleu og opinberaði dýrð sína og lærisveinar hans trúðu á hann.

Að breyta vatni  vn

Brúðkaup þykja nú sem þá hinar bestu veislur er ólíkir hópar mætast og sameinast í hjúskap karls og konu. Menn hafa haft mismundandi hugmyndir um hjúskap á ólíkum tímum, en í grunninn koma saman tvær ólíkar manneskjur og verða eitt í börnum sínum. Þannig tengjast fjölskyldur.
Jesús er einmitt í einni slíkri í guðspjalli dagsins og móðir hans kemur til hans þegar sýnt þykir að veisluföng munu þverra. Þá er það sem hann breytti vatni í vín –og fólkið allt drekkur. Vín breytir fólki, það verður drukkið og vínandinn fer í sérhverja frumu líkamans og breytir starfssemi hennar. Og því meira sem drukkið er því verra verður fólkið. En í guðspjallinu ferð það ekki þannig. Boðskapur sögurnar er annar en fyllerí.
Í Jóhannesarguðspjalli er ævinlega amk tvíþætt merking í hverri sögu. Ein auðskilin saga, en síðan önnur undir niðri sem á sér dýpri merkingu fyrir þau sem eru leitandi og hafa löngun til að kafa dýpra.

Undir sléttu yfirborði
Guðspjallið fjallar á yfirborðinu um veislu og vínþurrð.
Það er erftirtektarvert hlutverk Maríu í guðspjalli dagsins. Hún sagði við þjónana:
“Gjörið það sem hann kann að segja yður.”
Hugleiðing okkar hér í dag sem alla daga, er þessi: Hvað segir Jesús við okkur? Hvað vill hann með og í líf okkar gera? Hvað segir hann þér?
Jóhannes guðspjallamaður vill sýna lesandum í þessari sögu, að hvenær sem Jesús kemur inn í líf einhvers, kemur eitthvað nýtt til sögunnar, sem er eins og að breyta vatni í vín. Án Jesú er lífið innihaldslaust og flatt- nánast merkingarlaust þegar að er gáð; þegar Jesús kemur inn í lífið verður það líf í gnæð og gleði.

Það er sem við séum öll í þeirri búðkaupsveislu sem lífið er, einn af veislugestunum er Jesú – en það eru fleiri staddir þar rétt eins og í okkar eigin lífi. Hverjir komast þar til áhrifa, hvað standa þeir fyrir og hvað stunda þeir. Við getum veitt öðrum athygli sem breyta sannleika í lyga illskunnar.

Hvar sem Jesús fór og hvenær sem hann kom inn í líf einhvers var það eins og að breyta vatni í vín. Þessa sögu er Jóhannes að segja okkur: Ef þú þráir nýtt innihald í líf þitt, þá skaltu koma og fylgja Jesú Kristi, og það mun verða breyting á lífi þínu sem er eins og að breyta vatni í vín.

Að sjá og sjá ekki
Í Guðspjallinu sáu lærisveinarnir Guð að starfi, þeir horfðu beint í augu hans og lifðu! Og varð þó ólíkt reynslu Móse af návist Guðs en fyrir Móse lá aðeins að sjá aftan á Guð. Það er munur að horfa aftan á eða augliti til auglitis. Sá sem horfir augliti til auglitis, hann er ekki að líta undan. Hann áttar sig á því sem sem séð er. Þess vegna er áhugavert að reyna að átta sig á því hvernig maður í dag lítur auglit til auglits við Guð sjálfan?
Án þess að svara þeirri spurn nánar, þá er vert að horfast í augu við þann boðskap sem hér er boðaður og geymir í sér fagnaðarerindið til okkar.
Menn sáu, og menn tóku breytingum og breyttust. Textinn úr Rómverjabréfinu sem fylgir þessum degi (Róm 16.6-15) sagði margt um þá breytingu sem hið séða leiddi af sér.
Þar sagði “Hafið andstyggð á hinu vonda, en haldið fast við hið góða.” Síðan sagði hvernig maður geti haldið sig fast við hið góða. Og þannig lagað, drukkið það vín sem Jesús er.

Að verða sjálfur að þessu víni guðspjallsins
Við höfum verið minnt á það rækilega síðustu daga og misseri um hið vonda sem veður uppi í samfélaginu, subbuskap og rógburð.
Og það má benda á mörg dæmi, nær og fjær.
En spurningin er hvort kemur fyrr, eggið eða hænan? Það þarf tvo til, þann sem rægir og þann sem á hlýðir og lætur gott heita.
Hvert okkar og eitt er sem eitt af þessum kerum í guðspjallinu. Gæði þess víns sem boðið er upp á, er að leita hjá okkur hverju og einu,
í því sem við gerum eða gerum ekki,
segjum eða segjum ekki.
Og sem kristnar manneskjur þá erum við kölluð til að lifa og starfa sem slíkar- bætandi mannfélagið og sinna iðju lærisveinsins og láta lífshlaupið litast af orðum Rómverjabréfsins en þar segir:
Sýnið hver öðrum bróðurkærleika og ástúð, og verið hver yðar fyrri til að veita öðrum virðing. Verið ekki hálfvolgir í áhuganum, verið brennandi í andanum. Þjónið Drottni. Verið glaðir í voninni, þolinmóðir í þjáningunni og staðfastir í bæninni. Takið þátt í þörfum heilagra, stundið gestrisni. Blessið þá, er ofsækja yður, blessið þá, en bölvið þeim ekki. Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum.
Þannig verðum við sjálf að kraftaverkinu er Jesús breytti vatni í vín, minnug þess að við erum að stofni vatn!

Dýrð sé Guði föður og syni….

Um höfundinn

Allur réttur áskilinn © 2000-2019 Höfundar og þjóðkirkjan. Flettingar 2664.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar