Trúin og lífið
Pistlar


Undirsíður

Eftir sama höfund

Pistlar á trú.is eru birtir undir fullu nafni höfunda og eru á ábyrgð þeirra.Leita í pistlum

Toshiki Toma

Að ferðast til ystu marka

10. október 2010

Þaðan hélt Jesús til byggða Týrusar og Sídonar. Þá kom kona nokkur kanversk úr þeim héruðum og kallaði: „Miskunna þú mér, Drottinn, sonur Davíðs! Dóttir mín er mjög kvalin af illum anda.“
En Jesús svaraði henni engu orði. Lærisveinar hans komu þá og báðu hann: „Láttu hana fara, hún eltir okkur með hrópum.“ Jesús mælti: „Ég er ekki sendur nema til týndra sauða af Ísraelsætt.“ Konan kom, laut honum og sagði: „Drottinn, hjálpa þú mér!“ Hann svaraði: „Ekki sæmir að taka brauð barnanna og kasta því fyrir hundana.“ Hún sagði: „Satt er það, Drottinn, þó eta hundarnir mola þá sem falla af borðum húsbænda þeirra.“
Þá mælti Jesús við hana: „Kona, mikil er trú þín. Verði þér sem þú vilt.“ Og dóttir hennar varð heil frá þeirri stundu. (Mt.15:21- 28)

Hugleiðing í prédikunarklúbbi Kjalanesprófastsdæmis

Drottinn sé með okkur og leiði hugar okkar.

1. „Gentiles“

Textinn sem mér hefur verið gefinn er saga um kanverska konu í Mattíusarguðspjalli. Þegar við lesum þessa sögu finnst okkur viðhorf Jesú til konunnar sennilega vandræðalegt. Sá Jesús sem við þekkjum í dag sýnist vera þar fjarri. Hvar er kærleikurinn og miskunnin? En í sögunni sér hann kanversku konuna sem útlending -eða „gentile“ á ensku- , manneskju sem hann ætti ekki að hafa afskipti af. Hvers vegna hætti Jesús skyndilega að vera frelsari allra í heiminum og verður talsmaður hefðbundins gyðingadóms? Við kristnir menn í nútíð vekjum ekki mikla athygli lengur á hugtakinu „gentile“, ef til vill vegna þess að við vitum því að Jesús er frelsari fyrir alla og hugtök eins og „gentile“ detta því dauð niður og gerðu það fyrir löngu. En nú er Jesús búinn að taka þetta hugtak upp úr skúffunni og sýna, svo við verðum að hugleiða það.

Hugtakið þýðir í sinni þrengstu merkingu: maður sem ekki er gyðingur en raunar er merking þess aðeins dýpri en útlendingur á móti heimamanni. Orðið „villutrúarmaður“ er stundum notað sem þýðingarorð líka. Mér finnst að ef til vill gæti orðið „utangarðsmaður“ næstum því náð merkingunni á íslensku. Ef við skoðum Gamla testamentið sem heild, þá er hugtakið „gentile“ ekki endilega neikvætt og í mörgum textum eru gyðingar hvattir til þess að vera góðir við hann. Í því samhengi eru „gentiles“ einfaldlega útlendingar. Engu að síður var mikil af niðurlæging og mismunun gagnvart „gentiles“ á dögum Jesú og þeir voru utangarðs. Þessir utangarðsmenn bjuggu flestir utan Júdeu, eins og í Samalíu þar sem gyðingar höfðu í gegnum söguna blandast útlendingum eða í Fönikíu, sem var undir miklum erlendum áhrifum og urðu þess vegna fyrir afskiptum ekta gyðinga.

Gyðingadómur er mjög flókinn að mörgu leyti og alls ekki auðvelt að tala um hann. En það má segja tvennt á mjög einfaldan hátt, í sambandi við sögu um kanversku konuna.

Í fyrsta lagi er hjálpræðið aðeins takmarkað við gyðinga. Hjálpræði í trú gyðinga snýst um komu Messíasar en tilgangur hans er að endurbyggja Ísraelsríki og það heldur til dómsdags Guðs. Hjálpræðið er því nátengt endurbyggingu Ísraelsríkis og því er ekki undarlegt að það skuli vera aðeins takmarkað við gyðinga. Rammi hjálpræðisins er svo skýr: gyðingar eru inni, útlendingar úti.

Í öðru lagi leggur trú gyðingadóms áherslu á örlög samfélags gyðinga fyrst og fremst. Þetta er líka skiljanlegt, þar sem hjálpræðið varðar endurbyggingu Ísraelsríkis. Gyðingadómurinn leggur því áherslu á að kenna börnum hefðir gyðinga og trúariðkun þeirra byggir á því að virða lög gyðinga og helgisiði, sem oftast eru útskýrð af eldri kennurunum. Slík trúariðkun er auðvitað bundin við það að lifa í gyðingasamfélagi. Það er sennilega mjög erfitt að iðka gyðingatrú sína ef maður er eini gyðingurinn á stóru landsvæði eða í einhverju landi. Það er stór munur á því og hvernig kristið fólk í nútíð hugsar um sína trú en það er að trúin tilheyri sérhverjum manni. Þess vegna getur sá sem játar kristna trúa verið einn á meðal milljóna. Eðli kristinnar trúar er einnig að boða fagnaðarerindið og bjóða nýju fólki inn í kristið samfélag. En gyðingadómurinn hefur meira áhuga á að halda ramma hjálpræðisins skýrum fyrir sig en að hugsa um trú hvers og eins.

2. Rammi hjálpræðis

Það er ekki ætlun mín að gagnrýna gyðingadóminn. Það sem mig langar að hugleiða hér er sá hugunarháttur sem leiðir af „ramma hjálpræðisins“. Dæmi um „ramma hjálpræðis“ í Biblíunni er sagan um örk Nóa. Aðeins takmarkaður fjöldi komst um borð til hjálpræðis. En gyðingadómurinn er ekki sá eini sem einokar hugmyndina um ramma hjálpræðisins. Reyndar eru nokkrar hreyfingar tengdar kristni til staðar, sem byggja á svipuðum hugmyndum. Sumir trúflokkar telja að ákveðinn fjöldi manna fari til himnaríkis með Jesú en aðrir komist ekki. Þá eru til bókstafstrúarmenn sem segja að aðeins þeir sem játa trú á Jesú Krist fari til himnaríkis og eignist eilíft líf. Hvort heldur sem er þá er rammi hjálpræðisins hjá þessum hópum skýr.
Rammi þessi, sem fólk kallar jafnvel hugsjónir, takmarkast ekki við trúarbrögð heimsins. Hann birtist í ýmsum greinum í samfélagi mannanna. Margvíslegar hugmyndir sem aðskilja rétt fólk frá röngu fólki, mikilvægt fólk frá fólki sem samfélagið leyfir sér að merkja sem minna merkilegt, geta haft yfir sér ásjónu eða ramma hugsjónar. Meginhlutverk rammans er aðskilja fólk og merkja hvort það sé „inni“ eða „úti“. Í þessum tilfellum er oftast um „ramma réttlætis“, „ramma hagsmuna“ eða „ramma virðingar“ að ræða.

Rasistahópar eru t.d. oftast með dæmigerða „ramma“ hugsjón, sem getur hljómað eins og: „Hvítir menn eru „inni“ af því að þeir eru manneskjur, en svartir menn eru „úti“ af því að þeir eru „minna eða einskis virði“ sem manneskjur. Sem betur fer hefur slíkur hópur ekki enn með vald í samfélagi okkar en ákveðin „ramma“ hugsjón er þegar tengd samfélagsvaldi. Ég sagði áðan að dæmi um ramma hjálpræðis í Biblíunni er sagan um örk Nóa. En mikilvægara atriði í sögunni er að fólk og dýr í örkinni komu út úr henni eftir að flóð var farið og byrjaði að vinna fyrir samfélag að nýju í sátt við Guð. Ef fólkið hefði neitað að koma út og kosið að dvelja í örkinni, þá myndi örkin hafa orðið herskip til að hemja heiminn. Slíkt er misnotkun þess að vera inni í ramma hjálpræðis og slæm tenging við vald.
Þá styrkist „ramma“ hugsjón jafnvel meira. Þeir sem eru í rammanum geta sagt: „Við erum rétt. Við erum vald. Við ráðum öllu, ekki þið. Við erum inni, en þið eruð úti“.

Hafa Bandaríkin ekki stóra „ramma“ hugsjón þegar þau reyna að loka landamærum sínum fyrir ólöglegum útlendingum frá suðri? Er ESB ekki að stefna því að setja Asíu- og Afríkubúum mörk á ramma velferðar svo að þeir geti ekki komist inn fyrir?
Skoðum samfélag okkar í nærmynd. Hvað táknuðu mótmælin við Alþingishúsið um daginn? Hvað þýddi það þegar alþingismenn voru aðskildir og verndaðir frá eigin borgarbúum með fjölda lögreglumanna? Voru það ekki óp og reiði fólks sem var ýtt út úr ramma samfélagsins gegn fólki sem er í stjórn í miðju rammans?
Hvað um þjóðkirkjuna okkar? Er þjóðkirkjan ekki að setja ramma í einhverjum stað og segja ómeðvitað: „Við erum hitt trúarvaldið á Íslandi“ og fara fram hjá þeirri skyldu að hlusta á fólk í minni trúfélögum eða fólk utan trúfélaga? Hvers vegna brást kirkjan ekki við á sama hátt fyrir 14 árum og nú þegar ákærur fyrir kynferðiafbrot innan hennar bárust? Var kirkjan ekki að reyna að halda ákærunum úti með sterkri valda-ramma-hugmynd?

Hver manneskja á sér margar hliðar. Manneskja getur því verið inni í rammanum í einhverri grein, en úti í einhverri annari. Sem Japani er ég í minnihlutahópi hérlendis og ég hef mörgum sinnum upplifað að vera úti í ramma íslensks samfélags. Lengi var ég utan ramma hefðbundinna samskipta vegna tungumálsins. En sem þjóðkirkjuprestur er ég í meirihlutahópi hvað varðar trúarlíf og því ég gæti haft útilokað annað fólk frá mannlegum samskiptum, án þess að hafa verið meðvitaður um það. Það sem ég er að reyna að segja, „ramma“ hugsjónin gæti verið til staðar í okkar daglegu lífi, jafnvel samofin því. Sérhvert okkar getur staðið inni í einhverjum ramma og ýtt einhverjum öðrum út úr rammanum. Þegar við gerum slíkt, erum við að búa til utangarðsfólk fyrir okkur sjálfum. Þegar við teljum okkur vera rétt og mikilvæg, þá setum við okkur í miðju rammans og horfum á fólk á utan rammans sem „jaðarfólk“.
Mig langar að segja að þeir sem eru í valdastöðu eiga að alltaf að geyma þetta í huga sínum, sérstaklega.

3. Ystu mörk

Förum til baka í Guðspjall dagsins. Varðandi sögu kanverskrar konu, hvað kennir Jesús okkur? Mér sýnist tvennt vera athyglisvert.

Í fyrsta lagi sú staðreynd að Jesús fór í heimsókn til Týrusar og Sídonar. Þær voru strandbæir í Fönikíu en þeir eru á norður-vesturhorni á korti þess Biblíuheims sem við sjáum oft. Áður en Jesús kom til Fönikíu, var hann í Galíleu. Og eftir Fönikíu fór hann til Sesareu Fillipí. Galílea var ekki svæði „gentiles“ en samt þótti lægra sett svæði. Öll þessu svæði voru fyrir norðan og utan Júdeu sem fylkisríkis Rómverja. Í því samhengi voru þessi svæði ystu mörk fyrir gyðinga. Jesús ferðaðist að ystu mörkum. Af hverju?

Til þess að leita að svarinu þurfum við horfa á annað einkenni í hegðun Jesú - við hliðina. Það er nefnilega sú staðreynd að Jesús var mjög virkur í að hafa samskipti við lægra sett fólk og utangarðs í ramma gyðingadóms. Jesús valdi lærisveina sína t.d. frá ómenntuðum fiskaveiðimönnum, heimsótti tollheimtumann, læknaði ólæknandi sjúklinga, talaði við vændiskonu eða borðaði með fólki sem þótti syndarar í samfélaginu. Fólkið var í gyðingadómi en samt útilokað úr daglegum samskiptum manna. Jesús sagði: ,,Farið og nemið, hvað þetta merkir: ‘Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir’. Ég er ekki kominn til að kalla réttlæta, heldur syndara“. (Mt. 9:11)

Þetta eru mjög vel kunnug orð fyrir okkur. Þegar við heyrum þessi orð, hugsum við næstum sjálfkrafa hve miskunnsamur Jesús var og hve sterka réttlætiskennd hann hafði. Orð Jesú sýna stefnu hans, sem var að koma til fólksins sem þarfnaðist miskunnsemi hans og samfélagins. Við skulum velta þessu viðhorfi vel fyrir okkur. Ef maður fer til fólks sem er í þörf fyrir aðstoð eða hjálp manns, þá beinir maður allri athygli sinni á það fólk. Þetta er alveg eins og þegar við tökum mynd af fólki. Myndavélin sýnir lítinn ramma svo að manneskjan sem maður ætlar að taka mynd af verði örugglega í fókus. Sömuleiðis setur Jesús fókusinn á fólk sem þarfnast hans og á sömu stund er það líka í miðju augna hans. Hann hafði vísvitandi öðruvísi ramma frá rammanum sem trúarlega valdið gaf honum.

Miðjan í augum Jesú var breytileg. Hann hafði sveigjanlegri ramma en aðrir og var ekki með fasta hugsjón eins og að Jerúsalem væri miðja landsins eða að ákveðið fólk skyldi vera utan ramma hans. Ef við tökum tillit til þess, þá þurfum við ekki að vera undrandi hversu oft Jesús ferðaðist til ystu markanna. Þegar Jesús heimsækir Galíleu eða Fönikíu, þá eru þessi svæði ekki lengur utan hjálpræðisins, heldur eru þau komin í miðju rammanna. Sá staður, sem Jesús er viðstaddur, er miðja ramma hjálpræðis, af því að Jesús er hjálpræðið.

4. Eigin trú

En þá kemur samstundis spurning. Af hverju brást Jésús svona kaldranalega við þegar kanverska konan bað hann um miskunnsemi. Hvað hafði Jesús í huga þegar hann sagði konunni : „Ég er ekki sendur nema týndra sauða af Ísraelsætt“. Það væri hægt að setja fram mismunandi tillögur að svarinu fyrir spurningunni. Sem dæmi um það væri hægt að segja: „Jesús var þá ekki enn með skýra sjálfsmynd sína sem frelsara heimsins“, eða „guðspjallamaðurinn Mattías vildi semja guðspjallið sitt í sem mestu samræmi við hefðir gyðinga“, „hjálpræði varð að koma fyrst til gyðinga og síðan til útlendinga“, „Jesús var að meta hversu trúföst konan var“, „Hjálpræði Jesú var ekki fullmótuð enn og því Jesús gat ekki hafið trúboð til „gentiles“ eða utangarðsfólks“ og svo framvegis.

Satt best að segja veit ég sjálfur ekki svarið. Ef til vill er hver tillaga rétt, að hluta. Mín persónulega skoðun er sú að ævi Jesú hér á jörð var veruleiki og því þurfti allt að rætast stig af stigi. Jesús var bundinn við ákveðinn tíma, stað, menningu og fleira og Guð kaus að Jesús birtist þannig á meðal manna fremur en að hann birtist eins og ofurmaðurinn sem var aðskilinn frá samfélagi manna og gyðingadómnum.

Mig langar að benda á annað atriði til athugunar í samtali Jesú og kanversku konunnar. Það er trú einstaklings, trú konunnar. Áðan benti ég á tvö einkenni í gyðingadómnum sem eru tengd við þessa sögu. Fyrsta einkennið er rammi hjálpræðis fyrir gyðinga og annað er það að trú gyðinga var aðallega þjóðartrú og trú sérhvers einstaklings og atriði eins og hversu einstök hún var, var ekki metið eins mikið og í kristinni trú í nútíð.
En varðandi trú einstaklings þá metur Jesús hana mjög oft í guðspjöllunum. Jesús gaf loforð um trú t.d. til konu sem hafði haft blóðlát lengi: ,,Trú þín hefur bjargað þér“ (Mt.9:22), til konu sem kom til hans með smyrsl: ,,Trú þín hefur frelsað þig“ (líklega María Magdalena. Lk. 7:50) eða til hundraðshöfðingja: ,,Þvílíka trú hef ég ekki fundið hjá neinum í Ísrael“ (Mt. 8:10). Málið er óskir þessa fólks voru einkamál og ekkert varðaði þjóð gyðinga. Mér finnst þetta einkennilegt hjá Jesú, af því að það er hægt að segja að Jesús lagði öðruvísi áherslur í trúarlífi manna en aðrir spámenn þangað til.

Jesús sýndi frekar kaldranalegt viðhorf sitt fyrst þegar kanverska konan kom til hans. Ástæða þess er í óljós í mínum skilningi. Samt virðist þetta upphaf á samtali á milli Jesú og konunnar. Konan er ákveðin í að sækja lækninga handa dóttur sinni, sem haldin er illum öndum, og gefst ekki svo auðveldlega upp. Jesús segir tvisvar að það er ekki hlutverk sitt að lækna dótturina.
En að lokum hrósar hann henni: ,,Mikil er trú þín. Verði þér sem þú vilt“.
Það verður óvænt breyting frá vonbrigðum og örvæntingu til ómetanlegrar gleði hjá konunni.

En hvað sá Jesús í henni? Hvað í trú hennar átti skilið hrós Jesú? Auðvitað var það að konan hugsaði um ekkert annað dóttur sína. Hún hugsaði ekkert um sjálfa sig. Hún þoldi jafnvel að láta líkja sér við hund. Í nokkurri búddisma-íhugun er oft talað um„sjálfs-leysi“ sem hærri stig af uppljómun en konan var hér í svipaðri stöðu. Þetta var ekki trúarleg uppljómun en samt var konan tóm fyrir utan óskina handa dóttur sinni. Jesús áleit það gott, því hrósaði hann konunni.
Jesús sagði: ,,Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir“ (Mt.9:11), en þetta er úr Hoseú (Hós. 6:6). En í Sálmi fimmtugasta og fyrsta standa sams konar orð: ,,Guði þekkar fórnir eru sundurmarinn andi, sundurmarið og sundurkramið hjarta munt þú, ó Guð, eigi fyrirlíta“(Sl. 51:19). Hið sama má segja um Jesú. Jesús fyrirleit ekki sundurmarinn anda kanversku konunnar.

Mér sýnist uppákoma hjá kanversku konunnar veita okkur efni til umhugsunar, einnig í þessu samhengi. Í nútímanum byggir trú okkar kristins fólks á einstaklingsgrundvelli. Það þýðir jafnframt að sérhver einstaklingur á trú sína sem sennilega er mismundandi eftir fólki. Trú okkar er tengd við aðrar hugmyndir eða lífsreynslu og í henni speglast slíkir ýmsir þættir sem móta okkur. Þetta þýðir alls ekki að við megum ekki gagnrýna trú eða trúarlega hugsjón annars manns. Það er vont trúfélag eða hættuleg trúarskoðun til staðar í heiminum. Samt á trú fólks að vera skoðuð í nægilegu rými eða með umburðarlyndi og sérstaklega skulum við alls ekki gera lítið úr eða líta niður á trú sem tjáir sundurmarinn anda manneskjunnar. Þá gætum við mætt einnig fallegri hugmynd eða djúpu innsæi jafnvel frá fólki með öðruvísi trú en okkar kristna trú, og ekki síst frá bræðrum okkar og systrum í Kristi sem hafa mismunandi áherslur á eigin trú.

5. Hinn„útskúfaði“ Kristur

Sagan um kanversku konuna sýnir okkur þá átt sem Jesús stefndi í jarðnesku lífi sínu. Áttin var ekki leið til að eyðileggja gyðingadóminn og byrja á einhverri nýrri trú, heldur leiðin var sú að rýmka væntingar í garð gyðingadómsins og halda þaðan áfram í átt til meira frelsis í heiminum og hjálpræðis allra manna.
Með kross Jesú var rammi hjálpræðisins, sem lét gyðinga alltaf vera í miðju áætlunar Guðs, útvíkkaður og miðjan losuð. „Gentiles“ eru ekki til lengur, svo framarlega sem við búum ekki til nýja sjálf og setjum fólk utangarðs.
Á krossinum gaf Jesús okkur mönnunum leyfi til að leita að okkar eigin trú, hugsa, prófa og stundum fara í villa vegi.„Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra“ (Lk.23:34). Jesús biður eftir okkur þangað til við finnum sanna leið sem leiðir okkur til sannleikans.

Að lokum, ber ég mikla virðingu fyrir guðfræðingnum og samlanda mínum, dr. Kósuke Koyama, en hann var kennari í Union Semminary lengi.
Dr. Koyama sagði: „Kristur er sá maður sem var hent út. Sú staðreynd að við getum ekki fundið hjálpræðið annars staðar en í hinum,„útskúfaða Kristi, er ofar okkar sjálfselska skilningi á manneskjunni, hugmyndum og tilfinningum. Uppbygging okkar á hjálpræðinu, sem við höfum hannað til þess að henta okkur, hefur verið brotin niður í sundur. ……
Og upprisan Krists er staðfesting af Guði að Kristur, sem var settur utangarðs, er heilagastur og umfaðmar bæði menn með rétta trú og villutrú - án mismununar“.

Ómetanleg miskunnsemi Drottins Jesú sé með okkur alla tíð.

Um höfundinn

Viðbrögð

Allur réttur áskilinn © 2000-2019 Höfundar og þjóðkirkjan. Flettingar 2489.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar