Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Stefán Már Gunnlaugsson

Dagur tækifæris

aeskulydsdagur450.jpgÆskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar er næstkomandi sunnudag, 4. mars. Tilgangur dagsins er að helga einn sunnudag á ári börnum og unglingum þar sem þau eru í forgangi. Unga fólkið setur svip sinn á helgihaldið með lifandi þátttöku. Gróskan, krafturinn og leikgleðin í barna- og unglingastarfi kirkjunnar blómstrar á þessum degi og víða er búið að leggja mikið í undirbúning fyrir þennan dag.

Æskulýðsdagurinn er sóknarfæri. Tækifæri fyrir okkur sem störfum í kirkjunni til að vekja athygli á öflugu æskulýðsstarfi kirkjunnar, þar sem börnin njóta sín og endurspegla hvað þau reyna og læra í kirkjustarfinu og allir eru velkomnir. Jafnræði þar sem börnin og unglingarnir njóta sín er leiðarljósið í starfinu. Þetta gerist ekki nema undir handleiðslu öflugra og velmenntaðra leiðtoga, sem kirkjan nýtur svo góðs af svo víða af því að áhersla hefur verið lögð á leiðtogamenntun í kirkjunni.

Æskulýðsstarfið þarf að kynna með kröftugum hætti svo að gleðin og krafturinn sem býr í börnunum okkar í kirkjunni hafi áhrif sem víðast. Æskulýðsdagurinn er tækifæri til að sýna að framtíðin er björt.

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 2409.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar