Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Karl Sigurbjörnsson

Tími vonar - tími minninga

b

„Í myrkrum ljómar lífsins sól. Þér Guð sé lof fyrir gleðileg jól. Hallelúja.”

Aðventa, eftirvænting til þess sem kemur: ljóssins, gleðinnar, frelsarans Jesú.

Aðventa er eftirvænting og bæn. Gerum þá bæn að okkar bæn í frelsarans Jesú nafni. Biðjum fyrir heiminum, fyrir friði á jörðu og öllum jarðarbörnum, fyrir einingu kristninnar og fyrir landinu okkar og þjóð.

Og vegna þess að það myndi um fram allt gleðja hann, skulum við minnast í nafni hans hinna fátæku og hjálparvana, minnumst sjúkra og sorgmæddra, einmana, aldraðra og barnanna, og allra þeirra sem hjálpa þeim sem þurfa á hjálp og styrk að halda.

Eins skulum við minnast þeirra sem ekki þekkja Jesú, eða sem ekki elska hann né trúa á hann, og þeirra sem hafa hryggt hjarta hans. Ljós og andi aðventu og jóla lýsi, lækni, blessi það allt og leiði okkur öll til að vera bænasvör, gleðigjafar, ljósberar og blessun öðrum.

Þessi pistill birtist fyrst í desemberhefti Víðförla, fréttabréfs þjóðkirkjunnar. Hægt er að lesa Víðförla á vefnum.

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 2688.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar