Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Þórhallur Heimisson

Hvernig þjóðfélag viljum við eiginlega?

Eftir borgarafundinn um fátækt í Ráðhúsi Reykjavíkur hefur þessi spurning verið að sækja að mér af sí auknum þunga.

Hvernig þjóðfélag viljum við eiginlega?

Á fundinum komu fram hrollvekjandi staðreyndir um ástand mála hér á landi í dag.

40.000 heimili eiga í erfiðleikum með að láta enda ná saman.

700 fjölskyldur verða bornar út af heimilim sínum á næstunni.

Og sögurnar sem fólk sagði á fundinum af eigin aðstæðum voru líka hrollvekjandi.

Neyð. Fátækt. Vonleysi. Einangrun.

Er það svona þjóðfélag sem við viljum?

Við köllum okkur stundum velferðarþjóðfélag en stöndumst þó hvergi samanburð við raunveruleg norræn velferðarþjóðfélög. Gerðum það ekki heldur á góðæristímabilinu.

Tökum dæmi:

Tannlækningar barna yngri en 18 ára - sligar fjölskyldur hér á landi, ókeypis á Norðurlöndum.

Nauðsynjavörur fyrir barnafjölskyldur - bera fullan virðisauka hér á landi, engan á Norðurlöndum.

Skólagjöld - 25.000 kr í framhaldsskóla og tvöfalt eða meira í Háskóla, engin á Norðurlöndum.

Að ekki sé nú talað um námsmannaLAUNIN sem krakkar eldri en 16 fá á Norðurlöndum, t.d. su í Danmörku - ekkert slíkt hér.

Skólabækur og skólavörur - fullt verð hér á landi, ókeypis á Norðurlöndum.

Staða öryrkja, ellílífeyrisþega, sjúklinga - draga fram lífið hér á landi, fullur stuðningur á Norðurlöndum.

Við erum svo blönk, segja menn á móti. En staðan var hin sama á tímum „góðærisins“ og ekkert var gert. Ég bendi t.d. á predikun sem ég flutti árið 2006 og er að finna á tru.is um græðgina. Sömuleiðis á erindi sem ég flutti á aðalfundi Tryggingarstofnunar árið 2001 um sama mál og er örugglega að finna á vef stofnunarinnar.

Þar kemur þetta allt vel fram, löngu fyrir hrun.

Og misskiptinga auðæfanna - gleymum þeim ekki. Ég efa að nokkurn tíman hafi verið dýpri gjá staðfest milli ríkra og fátækra hér á landi en í dag.

Svona get ég lengi skrifað.

Við erum að sækja um ESB aðild núna. Væri ekki nær að senda sendinefnd þingmanna í læri t.d. til Kaupmannahafnar eða Stokkhólms til að læra hvernig á að reka mannbært samfélag?

En fyrst þurfum við auðvitað að svara þessari spurningu hvert og eitt:

Hvernig þjóðfélag viljum við eiginlega?

Um höfundinn2 viðbrögð við “Hvernig þjóðfélag viljum við eiginlega?”

 1. Halldór Logi Sigurðarson skrifar:

  Ég vill persónulega hafa samfélag þar sem ég þarf ekki að borga til trúfélags sama hvort ég tilheyri því eða ekki og hafa hið sama samfélag þannig að ríkið sé ekki að borga milljarða á ári í eitthvað sérstakt trúfélag þegar hægt væri að beina peningunum í vel sýnilegt velferðarstarf við allra hæfi.

 2. Guðmundur Pálsson læknir skrifar:

  Komið þið sæl.

  Það er margt rétt í því sem Þórhallur segir enda er hann í nánum tengslum við þá sem hafa verið mest þurfandi. Ástandið er erfitt. Sjálfsagt er að standa sameiginlega að hjálp við alla þá sem líða skort og hafa engar eða litlar tekjur. Þetta virðist vera bráðavandi sem verður að leysa.

  Þó vil ég ekki sjá of mikinn sósíalisma amk. ekki til lengri tíma því hann dregur svo úr dugnaði og áræðni manna og hefur ekki reynst nógu vel. Allar megnandi þjóðir hafa horfið frá honum - Svíar sem aðrir.

  Heilbrigð atvinna og sterk fyrirtæki finnst mér aðalatriðið svo við getum styrkt þjóðfélagið og okkur sjálf. Við þurfum að framleiða það sem aðrar þjóðir vilja kaupa. Við erum eyland og komumst ekki hjá því. Hugsa “gamaldags” að þessu leiti og forðast æðibunugang og patentlausnir. Vera svol. Svissneskir, vanda okkur og gera það sem við kunnum.

  Með atvinnu held ég að við getum fengið sjálfsvirðinguna aftur, greitt skuldir okkar og horft fram á veginn. Það er eina raunhæfa leiðin.

  Því verða stjórnmálamenn okkar að skapa örvandi reglur fyrir fyrirtækin okkar, lítil og meðalstór sérstaklega, þannig að ný verði til. Það mun gerst ef jarðvegur er góður því á krepputímum er hugmyndaríki manna oft mikið. Og við þurfum að vera dugleg að sækja okkur þekkingu og fyrirmyndir til annarra landa og ekki ekki hika við að “kópíera” eins og td. Japanir gerðu fyrst þegar þeir réttu úr sér eftir stríð.

  Stundum finnst mér eins og þjóðin sé að missa vonina og sturlast endanlega. Umræðan er svo makalaus skrítin í dagblöðum og á bloggi og óvilji manna til að halda saman skelfir. Enda virðast ekki þróaðar aðferðir handbærar til þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu.

  Við getum gert betur í skólakerfinu. Það tekur langann tíma en verður að gera. Leysa þarf afl og hugmyndaauðgi kennara úr læðingi. Kannski stofna nýja framsækna skóla og gjarnan leyfa einstaklingum og samtökum að gera það. Efla þarf virðingu, samræðu og heimspeki á yngri stigum og auka aga. Við gætum athugað finnska skólakerfið sem hefur fengið lof hvarvetna. Mér finnst að trúfélög eigi að standa sjálfstæð og öflug.

  Ég held við þurfum ekki nýja stjórnarskrá í bili, það hefur okkar virtasti maður á því sviði Sigurður Líndal sagt og hann hefur rétt fyrir sér.
  Eitt mest aðkallandi verkefnið er að endurreysa stjórnmálakerfið, sem gerir okkur kleyft að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Niðurstöðu sem fólkið virðir. Fara yfir lög sem lúta að stjórn landsins (á lægri stigum) og byggja þau upp á nýtt í sameiginlegu átaki. Þetta er held ég eitt grundvallaratriða fyrir okkur sem þjóð ef vel á að fara. Því það er ónýtt verkfæri sem stendur. Ég hef von um að traust manna á stjórnmálunum rísi eftir slíka vinnu.
  Loks má nefna að sérhagsmunahópar sem oft fer mikið fyrir og eiginlega allir einstaklingar samfélagsins þurfa að halda aftur af sér ef nokkur er kostur í kröfugerð og kvörtunum og hugsa um heildina.

  Þórhallur nefndi Svíþjóð og það er rétt að Svíar eru góðir í mörgu. Svíþjóð er reglu- og vinnusamfélag. Framleiðslan stendur undir velmeguninni. Menn virða reglurnar og hlutirnir virka. Nú fara fram kosningaumræður í sænsku sjónvarpi á SVT1 og SVT2 og það er fróðlegt að fylgjast með. Góð kveðja.

Allur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 3662.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar