Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Karl Sigurbjörnsson

Jonathan Myrick Daniels

Bandaríkin
d. 20 ágúst 1965

Jonathan Myrick Daniels var einn fjölmargra stúdenta sem svöruðu hvatningu Martin Luther King að koma til Alabama og vinna að því að blökkumenn fengju kosningarétt. Þar var hann myrtur. Sem stúdent við Harvard háskóla varð Jonathan Myrick Daniels fyrir afturhvarfi árið 1962, og hóf að lesa guðfræði við guðfræðideild biskupakirkjunnar. Hann laðaðist að mannréttindahreyfingunni og fann sig knúinn til að fara til Selma, Alabama og taka þátt í því að móta framtíð þjóðarinnar og þar sem kynþáttahyggja og ranglætið var afhjúpað. Hann var fangelsaður fyrir þátttöku sína í mótmælaaðgerðum, en var sleppt nokkrum dögum síðar. Vegna síendurtekinna líflátshótana var honum samt vel ljóst að líf hans var í hættu. Á leið inn í verslun ásamt þremur félögum sínum mætti hann manni með byssu sem skipaði þeim að fara út eða vera skotin ella. Hann miðaði síðan byssu sinni á unglingsstúlku í hópnum. Jonathan ýtti henni frá og varð sjálfur fyrir skoti og lést samstundis. Skömmu fyrir dauða sinn skrifaði hann: „Ég hætti að vera hræddur þegar ég fór að finna í sinum mínum og beinum að ég var skírður til dauða Drottins og upprisu….og með þeim, svörtum og hvítum, með öllu sem lifir, í Honum sem nafn hans er ofar hverju því nafni sem þjóðir og kynþættir nefna, sem nafn hans er söngurinn sem uppfyllir allan söng, erum við öll óafmáanlega EITT.“

Þið öll, sem eruð skírð til samfélags við Krist, hafið íklæðst Kristi. Hér er hvorki Gyðingur né annarrar þjóðar maður, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þið eruð öll eitt í Kristi Jesú. Gal. 3. 27-28

Píslarvottar vorra tíma. Lauslega byggt á bók Jonas Jonsson: Vår tids martyrer.

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 2204.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar