Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Karl Sigurbjörnsson

Esther John

Pakistan
d. 2. febrúar 1960

Esther John hér Qamar Zia áður en hún gerðist kristin. Hún fæddist á Indlandi 1929. Sautján ára að aldri hóf hún nám í kristnum skóla. Hún varð djúpt snortin af trú kennara sinna og tók kristni, en í leyndum. Þegar Indland skiptist árið 1947 flutti fjölskyldan til Pakistan. Trú hennar þroskaðist í leyndum. Þegar ákveðið var að hún skyldi giftast múslima fór hún að heiman og leitaði skjóls hjá kristniboða í Karachi. Hún tók sér nafnið Esther John og starfaði fyrst á barnaheimili, síðan á sjúkrahúsi og sem prédikari í nágrannasveitum, dáð og virt fyrir trú sína. Dag nokkurn fannst hún myrt í kofa sínum. Kapella var reist í minningu hennar, það fólk sem hún þjónaði minnist hennar sem helgrar konu.

Píslarvottar vorra tíma. Lauslega byggt á bók Jonas Jonsson: Vår tids martyrer.

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 2677.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar