Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Ágúst Einarsson

Óðurinn til kærleikans á aðventu

Þótt ég gæti sungið „heims um ból“ á fjórum tungumálum

en syngi án kærleika

væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.

Og þótt ég þekkti jólagjafaóskir allra í fjölskyldunni

og bakaði allar bestu smákökuuppskriftirnar

og næði að setja allar jólakveðjurnar í póst fyrir tilsettan tíma

en hefði ekki kærleika

væri ég ekki neitt.

Og þótt ég gæfi allt sem ég ætti til Hjálparstarfs kirkjunnar

og ynni svo ötullega að undirbúningi jólahátíðar að ég yrði örmagna

en hefði ekki kærleika

væri ég engu bættari.

Kærleikurinn verður ekki önugur yfir því að börnin þvælist fyrir í jólaönnunum,

heldur gleðst yfir því að þau séu þátttakendur.

Kærleikurinn ryðst ekki fram í búðinni á Þorláksmessu

þó aðeins sé eitt eintak eftir af nýjasta símanum af réttri tegund.

Kærleikurinn er ekki stærilátur

jafnvel þó hann eigi flottasta tölvuspilið í öllu hverfinu.

Kærleikurinn gerir ekki langa óskalista fyrir sjálfan sig

og verður ekki uppstökkur yfir prjónuðu sokkunum

í röngum lit frá ömmu – eitt árið enn.

Tölvuspil munu gleymast, golfkylfur ryðga og perluhálsfestar glatast.

En stærsta gjöfin – kærleikurinn -

fellur aldrei úr gildi.

Byggt á 1 Korintubréfi 13 kafla í Biblíunni og texta eftir ókunnan höfund í bókinni „Det är aldrig kört!“ Argument 2004.

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 4249.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar