Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfundLeita

Vigfús Bjarni Albertsson

Trú og meðferð

Einn af stofnendum AA samtakanna, Bill Wilson, hafði glímt mikið við Bakkus og var orðinn mjög veikur þegar einn gamall vinur hans heimsótti hann, Ebby Tacher. Hinn síðarnefndi hafði átt við áfengisvandamál að stríða en var edrú þegar þegar hann heimsótti Bill vinn sinn. Ebby Tacher útskýrði fyrir Bill að vinur sinn hefði sótt meðferð hjá hinum fræga Carl Jung. Jung hafði sagt að til að sigra áfengisvandann yrði að koma til trú.

Jung skrifaði síðar að þorsti manna í áfengi væri líkur þrá okkar að vera heilar manneskjur, notaði hann orðfærið „spiritus contra spiritum“ (andi í stað vínanda). Seinna notaði Bill Wilson hinn þekkta fræðimann, William James, til að útskýra mikilvægi trúar fyrir AA samtökin. William James sagði að áfengi hefði trúarlega stjórn á hinum veika. Notuðu frumkvöðlar AA samtakanna setningar eins og að lenda á botninum. Það orðfæri kom frá William James sem sagði að trú hefði getu til að breyta lífi fólks í neyð, hinsvegar yrði að koma til reynsla sem gerði viðkomandi móttækilegan. Sú reynsla væri botninn, þ.e þjáning um að geta ekki meira.

Heimildir. William James, The Varieties of Religious Experience: A Study in Human Nature og C.G Jung Letters.

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 3822.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar