Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Elín Elísabet Jóhannsdóttir

Þorláksmessunótt

Allt er orðið hreint og fínt. Heimilið er komið í hvíldarstöðu.

Jólaljósin glampa í gljáandi hreinu stofugólfinu og allir eru löngu sofnaðir.

Allir nema ég sem keppist við að pakka inn síðustu gjöfunum. Ég er þreytt – en samt svo sæl og glöð. Dætur mínar sofa loksins rótt í rúmunum sínum, eftir erilsaman og spennuríkan dag og maðurinn minn hefur dottið útaf við að svæfa litla kútinn á heimilinu.

Það hefur ekki verið létt verk þar sem eftirvæntingin fyrir morgundeginum var svo mikil að hann var bæði farinn að öskra og garga. Ég verð að viðurkenna að innst inni hef ég verið pirruð og þolinmæðin fokin út í veður og vind vegna alls þess erils og spennu sem getur fylgt undirbúningi jólanna.

En núna þegar allt er orðið hljótt hef ég tíma fyrir mínar eigin hugsanir. Mér finnst ég hafa lyft grettistaki. Ég elska þögnina sem leggst yfir allt eins og mild sæng þegar allir eru sofnaðir. Ég tek jólapappírinn af borðinu og geng frá gjöfunum undir jólatréð.

Nú er ég tilbúin.

Núna mega jólin koma.

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 3614.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar