Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Sjöfn Þór

Hafið þakkir fyrir

Undir glitrandi fallegu jólatré eru ótal gjafir. Gjafir sem enn sem komið er hafa ekki fengið ákveðinn viðtakanda, bara ákveðinn aldursstimpil. Fjöldi fólks hefur keypt eina jólagjöf til viðbótar, af natni pakkað henni inn og sett þarna undir tréð.

Gjafirnar bíða þess svo að fara inn á heimili fjölskyldna sem líða skort. Margir þeirra sem gefa aukapakka um Jólin gefa ekki endilega af gnægð sinni heldur af kærleika og umhyggju fyrir náunganum. En ein gjöf í viðbót breytir kannski ekki öllu fyrir buddu gjafarans en breytir miklu fyrir þær litlu hendur sem taka á móti gjöfinni.

Guð veri með þeim sem áhyggjurnar þjaka og sem þurfa hjálp við að halda heilög Jól og Guð blessi þau öll sem gefa aukapakka um jólin.

Um höfundinnEin viðbrögð við “Hafið þakkir fyrir”

  1. Árni Svanur skrifar:

    Amen er það eina sem mér dettur í hug að bæta við þetta. Takk fyrir þessi góðu orð.

Allur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 3135.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar