Trúin og lífiđ
Spurningar

Undirsíđur

Önnur svör

Svör sem birt voru í sama mánuđi

  1. Foreldrar Maríu og systkini Jesú
  2. Munurinn á stólrćđu og prédikun
  3. Hvers vegna tölum viđ um prédikunarstól?
  4. Hvernig er hćgt ađ öđlast trú?
  5. Annar í jólum

Hvađ er Rétttrúnađarkirkjan?

Jón Ingi Jónsson spyr:

Hvađ er Rétttrúnađarkirkjan og hvernig er ţeirra trú öđruvísi en okkar. Hvađa siđi hafa ţeir sem eru í henni ?

Ţórhallur Heimisson svarar:

Komdu sćll.

Leiđtogar kirkjunnar á fyrstu öldum kristninnar kölluđust patríarkar sem ţýđir í raun eins konar ćđstu biskupar. Sat einn í Róm, annar í Jerúsalem, sá ţriđji í Antíokkíu og hinn fjórđi í Konstantínópel ţar sem nú heitir Ístanbúl. Stjórnađi hver sínu svćđi rómaveldis og ţar međ kirkjunnar.

Patríarkinn í Róm nefndi sig eftirmann Péturs postula, sem Jesús hafđi gefiđ umbođ til ađ stjórna kirkjunni samkvćmt Matteusarpguđspjalli. Taldi hann ţví og telur sig starfa sem umbođsmann Krists á jörđu öđrum fremur. Ţví var hann kallađur fremstur međal jafningja, enda naut hann stuđnings keisaranna í Róm. Í dag kallast hann páfi og er yfirmađur rómversk kaţólsku kirkjunnar.

Eftir ađ Rómaveldi klofnađi í Vestrómverska og Býsantíska ríkiđ eđa Austrómverska ríkiđ, breikkađi biliđ milli patríarkanna í Róm og Konstantínópel, en Konstantínópel var höfuđborg Austrómverska ríkisins. Fylgdu ţeir sitt hvorum keisaranum og töldu sig óđháđa hvorir öđrum. Svo fór ađ kirkjan klofnađi á 11. öldinni í rómversk-kaţólsku og grísk-kaţólsku eđa orţodox kirkjuna. Orţodox ţýđir hin hreina, sú sem varđveitir hina réttu kenningu. Ţađan er dregiđ nafniđ Rétttrúnađarkirkjan. Klofning kirkjunnar má kannski fyrst og fremst rekja til ţess ađ patríarkinn í Konstantínópel vildi ekki lúta patríarkanum í Róm, páfanum, og öfugt. Einnig deildu menn í austri og vestri um guđfrćđileg atriđi, ţó ţau kunni ekki ađ ţykja stórvćgileg nú. Kjarni ţeirra var skilningurinn á ţrenningu Guđs. Báđar kirkjujdeildir játa ađ Guđ sé einn og ađ hann birtist sem ţrenning, fađir, sonur og andi. Rómversk kaţólskir segja ađ fađirinn og sonurinn hafi sent andann í heiminn eftir upprisu Jesú. Ţví fylgja lútersku kirkjurnar. Rétttrúnađarkirkjan segir ađ einungis fađirinn hefđi sent soninn og andann.

Fleira greinir kirkjurnar ađ. Rétttrúnađarkirkjan hefur fleiri sakramenti en sú rómverska og ađrar vestrćnar kirkjur. Rétttrúnađarkirkjan fylgir líka eldra tímatali og heldur ţví jól 6. janúar, sem reyndar er elsta fćđingarhátíđ kristninnar.

Rétttrúnađarkirkjan leggur mikla áherslu á dulúđ, messan er međ allt öđru sniđi en gerist í vestrćnum kirkjum, upplifun og tilfinning skipta meira máli en kenningar. Ţví skipa íkonar eđa helgimyndir veglegan sess í Rétttrúnađarkirkjunni. Ţćr eru mikiđ notađar í tilbeiđslu og yfir ţeim hvílir mikil helgi.

Gríska, serbneska, rúmenska og rússneska kirkjan eru ţekktustu deildir orţodoxu kirkjunnar, Rétttrúnađarkirkjunnar, en hún hefur vígi sitt um alla Austur-Evrópu og er einnig fjölmenn í Bandaríkjunum. Enginn einn yfirmađur er yfir orţodox kirkjunni, hvert land hefur sinn patríarka, en patríarkinn í Ístanbúl (Konstantínópel) er talinn fremstur međal jafningja.

Nokkur hundruđ manna eru í Rétttrúnađarkirkjunni hér á landi og eru tvö trúfélög starfrćkt á hennar vegum. Annađ kallast söfnuđur Rússneska réttrúnađarkirkjan eđa Söfnuđur Moskvu-Patríarkatsins í Reykjavík . Hinn heitir Serbneska réttrúnađarkirkjan -Fćđing Heilagrar Guđsmóđur.

Kveđja,
Ţórhallur Heimisson

12/1 2010 · Skođađ 8397 sinnum


Ţín ummćli

Nafn:
 
Netfang:
 
Ummćli:
 


Forsíđa · Skođa svarflokka · Höfundar · Leit

Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar