Trú.is

Í heimi draums og líkingamáls

Þessi líking er mér huggun í veröld þar sem sífellt er barist um völd. Vígvellirnir birtast okkur víða: í stríðshrjáðum löndum, á svívirtum líkömum eða í hljóðlátu en ógnvekjandi kapphlaupi við stjórnlausa tækni sem kann að svipta okkur mennskunni. Þurfum við, mitt í þessum ósköpum ekki einmitt þá trú sem talar til okkar úr annarri átt – úr heimi draums og líkingamáls?
Predikun

Öllum jurtum meira?

Hvað er svona merkilegt við mustarðskorn? Er Guð kannski stöðugt að koma okkur á óvart?
Predikun

Mikilvægi þess að heyra

Þennan dag minnumst við þess mikilvæga starfs sem Kristniboðssambandið stendur fyrir ásamt því að ræða mikilvægi þess að eiga saman samveru þar sem við heyrum Guðs heilaga orð. Kirkjusókn hefur rýrnað með árunum í ýmsum prestaköllum og þess vegna er aldrei mikilvægara en nú að nota eyrun sem góður Guð gaf okkur og heyra!
Predikun

Hveitikorn, þekktu þitt.

Við þurfum að vera læs. Geta lesið Ritninguna með meiri andagift heldur en við lesum leiðarvísinn með Ikea-mublunum; þótt sá leiðarvísir geti reyndar stundum reynt á skilning manns og hafi sjálfsagt skilið fleiri en mig eftir með einhverja þá smíð sem þurfti að taka aftur í sundur og byrja uppá nýtt. En svo má spyrja: Er bara ekki allt í lagi að taka skilningsgáfu manns til kostanna svona annað slagið og láta hana hafa eilítið fyrir hlutunum? Til að það gangi upp þurfum við stundum að efast um það sem við töldum okkur vita áður. Það er nefnilega kallað þroski þegar við tökum hlutina til endurmats og vonandi dýpkar það skilning okkar á hinstu rökum tilverunnar.
Predikun

Vaxandi meðvitund um að við skiptum máli

Það sem við höfum í höndunum er heillandi, óreiðukennt, óútreiknanlegt, stundum ómælanlega fagurt, stundum hryllilega viðbjóðslegt safn af sögum, ljóðum, bréfum, köflum og guðspjöllum sem endurspegla vaxandi meðvitund um að við skiptum máli, að allt er tengt og að mannleg saga er á leið í tiltekna átt.
Predikun

Regnboginn rúmar allt

Guð er ekki siðvenjur eða sagnfræði. Guð er ekki hörmungarhyggja eða hinseginfóbía. Guð er andi, Guð er gleði, Guð er líf. Á einhvern leyndardómsfullan og undursamlegan hátt sameinar Guð hvort tveggja, ljósið og myrkið, hörmungarnar og gleðina og gefur okkur regnbogann sem tákn um það, lífsins vatn og lífsins ljós, hvort tveggja hluti af heild, allt hluti af þeirri heild sem lífið er.
Predikun

Ferðasagan

Þessi ferðasaga sem Biblían er lýsir ekki aðeins leiðangri hópa um framandi slóðir til fyrirheitinna landa. Hún greinir frá róttækum breytingum sem verða í huga fólks og þar með samskiptum og samfélagsgerð. Og sem slík þá býr hún okkur líka undir veigameiri umskipti sem verða í umhverfi okkar.
Predikun

Að dæma til lífs

Dæmum okkur Guðs dómi sem er réttlátur dómur, dómur velvildar og kærleika. Okkur mistekst iðulega að velja veg lífsins en einnig þau mistök rúmar Guð í umhyggju sinni. Því gerum við okkar besta, einn dag í einu, eitt andartak í einu, að sýna samúð og umhyggju, eins og verðandi móðir ófæddu barni sínu sem hún gerir allt til að vernda og efla til lífs.
Predikun

Um hvað ertu?

Líklega spyr Biblían og svarar sömu spurningu um okkur: ,,Um hvað ert þú?" Það sýna frásagnirnar sem hér voru lesnar. Og hún hvetur okkur til að bera hana upp, ekki aðeins við okkur sem einstaklinga heldur við hvert það samfélag sem við tilheyrum.
Predikun

Í baráttunni

„Ég held að ég tali fyrir munn flestra, að í daglegu lífi hugsum við lítið um óvininn, Satan, og setjum hann ekki í samband við daglegt líf okkar…. Í guðspjalli dagsins segir frá viðbrögðum lærisveinanna. Svo koma þeir blaðskellandi og í skýjunum yfir því sem þeir fengu að upplifa…. Kristin trú gerir ráð fyrir því að Guð sé skapari alls. Þess vegna gerir trúin ekki ráð fyrir, að hið illa hafi jafnt vald og Guð. Illskan er hluti af hinni föllnu veröld og Guð hefur sett illskunni mörk. Þegar Jesús segist hafa séð Satan hrapa af himni sem eldingu, er hann að vísa til þeirra hugmynda, að vald Satans sé ekki meira en eins af föllnu englunum…. Hreykjum okkur ekki upp og treystum ekki eigin kröftum í baráttunni við lesti og hugarangur. Verum frekar auðmjúk og játum þörf okkar. Við vitum að þrátt fyrir ófullkomleika eru í okkur öll þau góðu gildi og dyggðir, sem við eigum að byggja á, þroska og æfa. Gerum það með hjálp Heilags anda í bæn og af auðmýkt. En umfram allt gerum við það með Jesú okkur við hönd.“
Predikun

Ríkidæmi mýktar

Auðmjúk manneskja er eins og frjósöm moldin - það fer vissulega ekki mikið fyrir henni en upp úr henni vex gróskan í ótal litbrigðum.
Predikun

Verum árvökul

Ef til vill finnum við tilfinningar sem hafa tekið sér bústað í hálsinum, brjóstinu, maganum. Það kann að vera kvíði, sorg eða eftirvænting. Við bara finnum þær og leyfum þeim að vera. Við það að sýna tilfinningum okkar athygli og leyfa því að vera sem er dregur oft úr spennunni innra með okkur.
Pistill