Sálmafoss

SÁLMAFOSS

Á Kirkjudögum 2024 verður haldinn Sálmafoss með kirkjukórum og þátttakendum allsstaðar að af landinu. Sungið verður stórt úrval úr nýju sálmabókinni og áheyrendum gefst kostur á að taka þátt í almennum söng. Sálmafossinn fer fram í Lindakirkju föstudaginn 30. ágúst og verður í beinu streymi. Skráning kirkjukóra er þegar hafinhjá songmalastjori@kirkjan.is og enn er hægt að skrá kóra til leiks. Frestur til að skrá sig rennur út þann 15. maí.

KIRKJUKÓRINN

Auk kirkjukóranna sem taka þátt verður búinn til stór kór Kirkjukórinn sem hver sem áhuga hefur getur skráð sig til þátttöku í. Sendar verða út nótur og hljóðskrár til þeirra sem hyggjast taka þátt í stóra kórnum svo auðvelt ætti að vera að taka þátt í sálmasöng Kórs Kirkjudaganna. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið songmalastjori@kirkjan.is

HEIÐURSVIÐURKENNINGIN LILJAN

Ákveðið hefur verið að heiðursviðurkenningin Liljan verði afhend á Sálmafossinum 30. ágúst. Þetta árið fer hún til fulltrúa í kirkjukórum landsins sem hafa sungið í kirkjukórum í 30 ár eða lengur. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir mun veita viðurkenninguna.
Til að hægt sé að veita viðurkenninguna þurfum við að biðja um aðstoð ykkar presta og organista við að afla upplýsinga um þessa kórfélaga.

Vinsamlegast sendið upplýsingar um þá sem þið vitið að hafa sungið í 30 ár eða lengur í kirkjukór á netfangið songmalastjori@kirkjan.is ekki seinna en 15. maí. Óskað er eftir nafni og netfangi hjá viðkomandi eða nafni og heimilisfangi.