Trúin og lífiđ
Spurningar

Undirsíđur

Skyld svör

 1. Hver er munurinn á Gamla og Nýja testamentinu?
 2. Hvađa áhrif hefur úrsögn úr Ţjóđkirkjunni?
 3. Ţjóđskrá og lífsins bók
 4. Barnaskírn og Biblían
 5. Hvađa inntökuskilyrđi eru í Ţjóđkirkjuna?

Önnur svör

Svör sem birt voru í sama mánuđi

 1. Sóknar- og kirkjugarđsgjöld
 2. Eru tengsl milli trúar og tónlistar
 3. Skírnarvottar og skráning í Ţjóđkirkjuna
 4. Hvađ táknar Lúthersrósin?
 5. Efesusbréfiđ
 6. Hafiđ ţví ekki áhyggjur

Skírnarsálmar

Ađalgeir spyr:

Mig langar ađ vita međ skírnarsálma, eru ţeir fleiri enn 1 og ef svo er, hvađ heita ţeir?

Jón Helgi Ţórarinsson svarar:

Blessađur Ađalgeir

Skírnarsálmurinn Ó, blíđi Jesús, blessa ţú, sem er númar 252 í sálmabókinni, er án efa langmest notađi skírnarsálmurinn hér á landi. Hann er mjög gamall ađ stofni til og ţví kunna hann margir. Útskýrir ţađ ađ nokkru leyti hve hann er mikiđ notađur auk ţess sem sálmalögin viđ hann eru einföld og mörgum kunn.

Hins vegar eigum viđ nokkra ađra skírnarsálma sem sjálfsagt er ađ nota. Ţeir eru:
Nr. 250 Til mín skal börnin bera.
Nr. 251 Andi Guđs sveif áđur fyrr.
Nr. 253 Guđ fađir sé vörđur og verndari ţinn.
Nr. 254 Til ţín ég leita, lausnarinn minn góđi.
Nr. 255 Ég grundvöll á sem get ég treyst.
Nr. 585 Full af gleđi yfir lífsins undri.

Ţegar skírt er í messu ţá nota ég gjarnan sálminn nr. 585. Bćđi lag og texti eru nýleg og ţessi sálmur ţví nokkuđ öđru vísi en ađrir skírnarsálmar. Ţá vil ég einnig benda á sálminn nr. 254 sem hefur ţví miđur ekki mikiđ veriđ sunginn en mćtti hljóma miklu oftar, einlćg bćn eftir Kristján Hjartarson organista á Skagaströnd (bróđur Hallbjörns).

Eđlilegt er ađ syngja einhvern ofangreindra sálma á undan skírnarathöfninni en eftir skírn má einnig syngja ađra sálma, hvort heldur bćna- eđa lofgjörđarsálma. Sálmurinn nr. 503 Ó Jesú bróđir besti er t.d. oft sunginn en marga fleiri mćtti nefna.

Vona ég ađ ţetta hjálpi ţér og öđrum ađ finna sálma viđ ţá stóru stund sem skírnin er.


Jón Helgi Ţórarinsson


2/2 2008 · Skođađ 6023 sinnum


Ţín ummćli

Nafn:
 
Netfang:
 
Ummćli:
 


Forsíđa · Skođa svarflokka · Höfundar · Leit

Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar