Trúin og lífiđ
Spurningar

Undirsíđur

Skyld svör

  1. Páll postuli og Lúther

Önnur svör

Svör sem birt voru í sama mánuđi

  1. Sóknar- og kirkjugarđsgjöld
  2. Eru tengsl milli trúar og tónlistar
  3. Skírnarvottar og skráning í Ţjóđkirkjuna
  4. Efesusbréfiđ
  5. Hafiđ ţví ekki áhyggjur

Hvađ táknar Lúthersrósin?

Sigríđur Garđarsd spyr:

Hvađ er/táknar helgitákniđ/myndin lútersrós eđa lútersk rós ?
Ţetta sést m.a. á sálmabókum.
Međ fyrirfram ţökk.
Sigríđur G.

Árni Svanur Daníelsson svarar:

Komdu sćl Sigríđur.

Lúthersrósin var innsigli Marteins Lúthers. Hún er birt á kápu bókar Sigurjón Árna Eyjólfssonar Tilvist, trú og tilgangur. Ţar er einnig ađ finna skýringu á henni sem er á ţessa leiđ:

„Lútherrósin svonefnda var innsigli siđbótarfrömuđarins. Lúther hannađi innsigliđ sjálfur. Merkingu rósarinnar skýrđi hann međ ţessum hćtti: Innst er kross sem minnir okkur á ađ Kristur vill fyrir trúna eiga bústađ í hjarta okkar. Krossinn á ađ vera svartur, ţví ađ Kristur frelsar okkur fyrir dauđa sinn á krossi og vill deyđa í okkur allt sem er syndugt og saurugt. Hjartađ er rautt, ţví ađ ţađ hreinsast fyrir blóđ Krists. Utan um hjartađ hverfist hvít rós, ţví ađ Kristur hreinsar okkur og skrýđir okkur dýrđ og ljóma himinsins. Himinbláminn utan um rósina merkir ađ Kristur hefur búiđ okkur sćti á himinhćđum. Og yst er gylltur hringur sem merkir eilífa dýrđ Guđs, sem viđ munum reyna og sjá.“

Međ kveđju,
Árni Svanur Daníelsson

21/2 2008 · Skođađ 3813 sinnum


Ţín ummćli

Nafn:
 
Netfang:
 
Ummćli:
 


Forsíđa · Skođa svarflokka · Höfundar · Leit

Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar