Trúin og lífiđ
Spurningar

Undirsíđur

Skyld svör

  1. Er hćgt ađ skipta um guđforeldri?
  2. Er Biblían Guđs orđ?
  3. Hvađa inntökuskilyrđi eru í Ţjóđkirkjuna?
  4. Hvernig vitum viđ hvort viđ trúum á Guđ eđa ekki?
  5. Hvar er Guđ?

Önnur svör

Svör sem birt voru í sama mánuđi

  1. Sóknar- og kirkjugarđsgjöld
  2. Skírnarvottar og skráning í Ţjóđkirkjuna
  3. Hvađ táknar Lúthersrósin?
  4. Efesusbréfiđ
  5. Hafiđ ţví ekki áhyggjur

Eru tengsl milli trúar og tónlistar

Jón Jónsson spyr:

Eru tengsl milli trúar og tónlistar?

Hörđur Áskelsson svarar:

Komdu sćll.

Tónlist og trú hafa lengi átt samleiđ.

Í Sálmum Biblíunnar eru mörg dćmi um lofgjörđ međ söng, hljóđfćraleik og jafnvel dansi. Kristnir söfnuđir hafa allt frá upphafi notađ tónlist viđ helgihald sitt, til ađ flytja og túlka texta, bćnir og lofsöng. Hefđbundinn texti messunnar hefur í margar aldir veriđ viđfangsefni tónskálda, sem hafa klćtt hann í margvíslegan búning. Allt frá ţví ađ siđbreytingin kom fram hafa sungnir sálmar veriđ mikilvćgur ţáttur í helgihaldi kristinna manna. Í ofangreindum dćmum eru tengsl á milli trúar og tónlistar augljós og algjör. Einnig er rétt ađ benda á ađ ýmiskonar hljóđfćratónlist án orđa hefur veriđ samin til ađ túlka trúarlega tilfinningu eđa reynslu. Ţannig eru til ýmis hljóđfćraverk sem bera yfirskrift eins og t.d. "bćn", eđa "hugleiđing" sem ćtla má ađ hafa bein tengsl viđ trú.

Eitt mesta tónskáld sögunnar, Johann Sebastian Bach, skrifađi undir öll sín tónverk, hvort sem ţau voru til notkunar í kirkju eđa utan, S. D. G., sem er skammstöfun fyrir Soli Deo Gloria, "einum Guđi til dýrđar". Ţar er í mörgum tilfellum um tónlist ađ rćđa, sem samin var í dansformi.

Ţó sagt hafi veriđ ađ öll sönn list eigi sér sömu rćtur í huga manns og trúin og ađ trúin og listin séu systur, er vissulega til mikiđ af tónlist, sem vegna innihalds texta eđa samhengis sem hún er sett inn, sannarlega án tengsla viđ trú í hefđbundnum skilningi ţess orđs.

Kveđja,
Hörđur Áskelsson,
söngmálastjóri Ţjóđkirkjunnar

29/2 2008 · Skođađ 3260 sinnum


Ţín ummćli

Nafn:
 
Netfang:
 
Ummćli:
 


Forsíđa · Skođa svarflokka · Höfundar · Leit

Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar