Trúin og lífiđ
Spurningar

Undirsíđur

Önnur svör

Svör sem birt voru í sama mánuđi

  1. Fyrirmyndin ađ jólasveininum
  2. Af hverju eru jólin 13 daga?
  3. Purpuraklćđiđ
  4. Eru englar til?
  5. Er Jesús Kristur höfuđengillinn Míkael?

Ađ sauma hökul

Sandra spyr:

Mig langar til ađ sauma hökul. Eru sérstakar reglur í sambandi viđ hvernig ţeir líta út?: form, tákn, litir, efnisval??

Kristján Valur Ingólfsson svarar:


Ţađ er alltaf sérstakt gleđiefni ţegar einhver gefur sig fram sem vill leggja sitt af mörkum til ađ fegra helgidóminn og hina heilögu ţjónustu.
Hökullinn tilheyrir helgasta hluta skrúđa kirkjunnar og er tekinn í notkun međ sérstakri athöfn. Vegna hlutverks hans og stöđu í helgihaldinu gilda ákveđnar reglur um ţađ hvernig hann skuli vera. En ţessar reglur eru samt međ ţeim hćtti ađ ţćr gefa ákveđiđ frjálsrćđi innan settra marka. Umfram annađ reyna ţćr ađ hefta ekki hiđ listrćna innsći sem býr ađ baki fögrum skrúđa og gerđ hans.

Hér fylgja á eftir ţau viđmiđ sem almennt ríkja um skrúđa kirkjunnar, og sértaklega um hökla.

1. Hökull. Hlutverk og notkun.
Hökullinn tilheyrir messunni. Prestur skrýđist hökli ţegar messađ er og einkum ţegar er altarisganga í messunni. Prestur ţarf ekki ađ skrýđast hökli ţegar haldin er almenn guđsţjónusta án altarisgöngu, eđa ţegar hann annast skírn, hjónavíugslu og útför.
Eingöngu viđ heilaga kvöldmáltíđ(altarisgöngu) er prestur skyldugur ađ bera hökul.
Náin tengsl eru á milli hökuls og skrúđa altarisins.

2. Hökull. Form og lögun.
Einfaldasta gerđ hökuls er hiđ klukkulaga form. Ţá er efnisbútur sem er uţb einn metri á breidd en tveir á lengd rúnađur til endanna en gert gat í miđju fyrir höfuđ prestsins. Ţannig myndast klukkulaga hökull. Síđan eru sett viđeigandi tákn framan og aftan. Mismunandi útfćrslur ţessa forms eđa önnur byggđ á ţví, felast í umfangi, efnisvali, hálsmáli, efni og táknum. Ţannig er í sumum tilfellum hökull síđari ađ aftan en ađ framan og stundum er hannađ’ á hann sérstakt hálsmál. Breidd og sídd geta einnig veriđ breytileg.

3. Hökull . Efni
Engar reglur eru til um ţađ úr hvađa efni hökull skuli gerđur. Hör og silki eru ţó í sögulegu tilliti algengustu efnin. Margir höklar eru ofnir, en ađrir ekki. Á fyrri tímum var gjarna valiđ dýrasta og dýrmćtasta efni sem völ var á í hökla. Á síđari tímum eru áherslur í ţessu efni breyttar. Engar fastar reglur eru um efni ađrar er ţćr ađ helgiţjónustunni hćfir eingöngu ţađ sem er ekta.


4. Hökull. Litur
Samkvćmt hefđ skulu höklar vera í litum kirkjuársins eins og altarisklćđiđ. Ţessir litir eru: hvítur, sem er litur Jesú Krists og hátđanna jóla og páska og annarra Krists hátíđa,rauđur, sem er litur heilags anda, píslarvottanna og hvítasunnunnar, grćnn, sem er litur sumars, gróandinnar og vonarinnar og fjólublár sem er litur lönguföstu og jólaföstu og litur iđrunarinnar. Hinn svarti litur föstudagsins langa, útfararinnar og sorgarinnar á ekki viđ í ţessu sambandi ţví ađ viđ ţessar athafnir ber prestur ekki hökul.
Ekki er ástćđa til ađ halda litum alveg afgerandi eđa hreinum. Ţađ nćgir ađ litur kirkjuársins sé hinn ríkjandi litur. Litir sem ekki eru notađir eru ađeins tveir; hinn guli litur páfans í Róm, eđa hinn blái litur Maríu Guđsmóđur. Ţrátt fyrir ţetta eru mörg blćbrigđi hins gullna litar leyfileg eins og líka blćbrigđi hins fjólubláa litar föstunnar.

5. Hökull. Tákn
Tákn á höklum tengjast lit hans og ţar međ einnig tímanum sem sem hann er borinn á.
Hvítum lit fylgja tákn Jesú Krists, rauđum, tákn heilags anda, grćnum tákn grósku og gróanda en fjólubláum, föstu og iđrunar. Margar útfćrslur tákna eru mögulegar.

Ég vona ađ ţetta svar veiti einhverja hjálp. Ef ekki má alltaf spyrja í annađ sinn.
Bestu kveđjur, Kristján Valur

14/12 2007 · Skođađ 3966 sinnum


Ţín ummćli

Nafn:
 
Netfang:
 
Ummćli:
 


Forsíđa · Skođa svarflokka · Höfundar · Leit

Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar