Trúin og lífiđ
Spurningar

Undirsíđur

Skyld svör

 1. Efesusbréfiđ
 2. Foreldrar Maríu og systkini Jesú
 3. Hvađa ritningartexta má nota viđ hjónavígslu?
 4. Er talađ um bölbćnir í Biblíunni?
 5. Hvađ var Jesús gamall ţegar hann dó?

Önnur svör

Svör sem birt voru í sama mánuđi

 1. Páll postuli og Lúther
 2. Ađ vera kristinn
 3. Ađ túlka Biblíuna
 4. Af hverju var Guđ ekki kona?
 5. Sköpun og vísindi

Spekiritin í GT

Árni spyr:

Ég las á nýja Biblíuvefnum ađ Prédikarinn teljist til spekirita Gamla testamentisins. Getur einhver útskýrt fyrir mér hvađ ţessi spekirit eru?

Jón Ásgeir Sigurvinsson svarar:

Í Gamla testamentinu eru ţrjú rit talin til „spekirita“: Jobsbók, Orđskviđirnir og Prédikarinn. Ađ auki ber ađ nefna Síraksbók og Speki Salómons, sem teljast til apókrýfra rita Gamla testamentisins. Spekiritin greina sig frá öđrum ritum G.t. ađ ţví leyti ađ ţau fjalla ekki um manninn sem hluta af ákveđinni sögu, ţ.e. sögu Ísraels, heldur hafa ţau almenn og tímalaus mannleg vandamál og ađstćđur sem viđfangsefni. Sjónarhorn ţeirra er ţví á manninn sem einstakling, óháđ stađ og tíma, á međan spámannaritin, Mósebćkur og sögulegu ritin hafa sögu Ísraels og dýrkun Drottins (Jahve) sem viđfangsefni og einstakar persónur eru ađeins nefndar ef ţćr hafa hlutverki ađ gegna í ţeirri sögu. Ţeir sálmar í Saltaranum, sem eru sálmar einstaklings, hafa vissulega einstaklingsbundiđ sjónarhorn eins og spekiritin en ţó er munur á, ţar sem tilurđ sálmanna og flutningur voru bundin samhengi helgihaldsins í musterinu, ákveđinni persónu í ákveđnum ađstćđum. Höfundurinn beinir sjónum til Drottins, Guđs Ísraels, sem stendur í raun ávallt í sviđsljósi sálmsins. Hver einasti sálmur, jafnvel átakanlegt ákall um hjálp eins og Sl. 13, er í raun trúarjátning.

Spekiritin eru annars konar og tilheyra alţjóđlegri hefđ spekibókmennta, sem eiga sér upphaf hjá Egyptum á 3. árţúsundi f.Kr. Slíkar bókmenntir eru flokkađar í tvo flokka. Annars vegar er um ađ rćđa ráđleggingar til ungdómsins um hvers beri ađ gćta vilji mađur verđa farsćll. Dćmi um ţess konar ráđleggingar er egypska ritiđ „Kenningar Amen-em-opet“, babýlonska ritiđ „Vísdómsráđ“ og margt af ţví sem er ađ finna í Orđskviđum G.t. Seinni flokkinn má kannski kalla „heimspekilegri“ ţar sem hann snýst um pćlingar um tilgang lífsins sem oft einkennast af efasemdum og neikvćđni. Slíkar „pćlingar“ er t.d. ađ finna í egypska ritinu „Deila um sjálfsvíg“, babýlonsku riti sem ber heitiđ „Ég vil lofa Herra spekinnar“ og í Jobsbók og Prédikaranum í G.t.
Í ţjóđfélagsgerđ eins og ţeirri, sem var viđ lýđi međal ćttbálka Ísraels áđur en konungdćmiđ var stofnađ af Sál og var áfram viđ lýđi ásamt konungdćminu, eru ţađ „öldungarnir“, ţ.e. höfuđ einstakra ćtta ćttbálksins, kenna ungdóminum og fara međ valdiđ í samfélaginu, ţar međ dómsvaldiđ. Međ konungdćmi koma hins vegar nýjar ţarfir, nýjar kröfur, nýjar áherslur. Í raun má segja ađ međ konungdómi Davíđs en sérstaklega Salómons hafi orđiđ viss „nútímavćđing“ á ţess tíma mćlikvarđa í samfélagi ísraelsku ćttbálkanna međ ţví ađ opinbert embćttismannakerfi ađ egypskri og mesópótamískri fyrirmynd varđ til, međ hirđriturum, ráđgjöfum, skrifurum og stjórnendum á ýmsum sviđum hins opinbera kerfis. Ekki er ólíklegt ađ um ţá hafi veriđ talađ undir samheitinu „spekingar“ (chakamím).

Embćttismennina varđ skiljanlega ađ mennta í ţeim siđareglum sem giltu í opinberu lífi á alţjóđlegum vettvangi á ţeim tíma og sumt, sem er ađ finna í Orđskviđunum, tilheyrđi kennslu ungdómsins međal hirđarinnar.

Af „spekingunum“ voru „skrifararnir“ (soferím) menntuđustu menn samfélagsins. Ţrátt fyrir ađ upplýsingar séu af skornum skammti um nákvćm verksviđ ólíkra embćttismannastétta, ţá virđist vera sem skrifararnir hafi spilađ afar mikilvćgt hlutverk í málefnum ríkisins. Ţeir ţjónuđu í konunglegum nefndum, höfđu yfirumsjón međ rekstri musterisins og tóku ţátt í samningaviđrćđum viđ önnur ríki. Ţeir skrifuđu upp konunglegar tilskipanir og höfđu umsjón međ skattheimtunni.
Seint á konungatímabilinu virđast skrifarar, sérhćfđir í lögum og lagasetningu, vera komnir til sögunnar, nokkurs konar lögfrćđingar. Jeremía spámađur deilir t.d. mjög á ţessa stétt manna (Jer 8.8-9) sem hann virđist upplifa sem ógnun viđ spámannlegt vald sitt. Viđfangsefni spekinganna var rekstur ríkisins og ţađ sem ţeir lćrđu og kenndu var lílega ekki sérlega trúarlegt heldur einkenndist af rökhyggju og pólitísku raunsći. Ţađ var ţví ekki ađ undra ađ upp kćmu átök og deilur milli ţeirra og spámanna Drottins, eins og Jesaja og Jeremía, sem tóku virkan ţátt í stjórnmálum ríkisins og vildu hafa úrslitaáhrif sem bođberar Drottins vilja.

Lögspekingar öđlast enn frekari völd og áhrif í endurreistu samfélagi Júda eftir útlegđina í Babýlon (587-538 f. Kr.) en sú breyting var orđin ađ konungdćmiđ var hruniđ og embćttismannakerfiđ međ ţví. Tómarúmiđ sem myndađist viđ ţetta í valdakerfi samfélagsins var fyllt af prestastéttinni en skv. Króníkubókunum og Esra/Nehemía tilheyrđu lögspekingarnir ađallega prestastétt Levíta (sem voru lćgra settir í stigveldi prestanna en ţeir prestar sem höfđu fórnarţjónustuna međ höndum). Esra er sjálfum lýst sem presti og skrifara, sem leggur áherslu á ađ kynna sér lögin, ţ.e. Lögmáliđ. Jesús Síraksson, höfundur Síraksbókar, var lögspekingur međ sinn eigin skóla (Sír 51.23). Ótal fleiri spekingar og kennarar störfuđu á öldunum eftir útlegđina, svo sem Prédikarinn, og Orđskviđirnir eru samansafn spakmćla og vísra ráđa sem frá ţeim mörgum hverjum eru komin.

Spekiritin eru ađ mestu leyti afrakstur slíkra „guđhrćddra lögspekinga“ ef svo má ađ orđi komast. Einkennisorđ ţeirra má kannski draga saman í fyrsta versi Síraksbókar: „Öll speki er frá Drottni, hjá honum er hún ađ eilífu.“

Jón Ásgeir Sigurvinsson

19/11 2007 · Skođađ 4229 sinnum


Ummćli frá lesendum

 1. Arni skrifar:
  Talk fyrir gott og skyrt svar.
 2. Sigurđur Árni skrifar:
  Takk fyrir ţessa frábćru yfirlitsritgerđ.

Langar ţig ađ bera fram spurningu? Gerđu ţađ ţá hér.

Ţín ummćli

Nafn:
 
Netfang:
 
Ummćli:
 


Forsíđa · Skođa svarflokka · Höfundar · Leit

Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar