Trúin og lífiđ
Spurningar

Undirsíđur

Önnur svör

Svör sem birt voru í sama mánuđi

  1. Miđlar og samband viđ framliđna
  2. Hvađ kostar skírn?
  3. Hvernig er skipađ í valnefnd?
  4. Bernskuguđspjall Matteusar
  5. Páskadagsprédikun biskups

Imbrudagar

spyr:

Hvenćr eru imbrudagar og hvađa ţýđingu höfđu ţeir?

Kristján Valur Ingólfsson svarar:

Imbrudagar byggja á ćvafornri venju kristinnar í vesturálfu. Ţeir eru
einskonar inngangur ađ árstíđunum fjórum. Ekki er ólíklegt ađ ţeir hafi
upphaflega veriđ tengdir hátíđum úr heiđnum siđ rétt eins og jólin.

Imbrudagar standa ţrjá daga í senn, miđvikudag, föstudag og laugardag.

Imbrudagar eru á ţessum dögum eftir öskudegi, eftir hvítasunnudegi, eftir krossmessu (14. september) og eftir Lúcíumessu (13. desember).

Imbrudagar eftir öskudag má kalla hérlendis imbrudaga á föstu, en í suđurhluta álfunnar eru ţetta imbrudagar á vori. Imbrudagar eftir hvítasunnudag eru imbrudagar á sumri, (en eru hérlendis miklu fremur imbrudagar á vori.). Imbrudagar eftir krossmessu (14. september), eru imrudagar á hausti, og eftir Lúcíumessu (13. desember) eru imbrudagar á vetri.

Nafniđ er komiđ úr engilsaxnesku og er merking ţess umdeild, en giskađ á ađ ţađ merki "umferđ", ţ. e. umferđarhelgidaga sem endurtaka sig aftur og aftur á árinu. Jafnframt virđist nafniđ hafa orđiđ fyrir áhrifum af latneska heitinu quatuor tempora: fjórar tíđir, ţ. e. fjórar kirkjulegar
(kaţólskar) árstíđir sem árinu var skipt í og hófust međ imbrudögum. Ţess vegna heita ţessir dagar í sumum löndum Quatember- dagar.

Hómilíubokin gerir grein fyrir Imbrudögum sem hér segir:

Imbrudagar of vetur eru til ţess settir, ađ Guđ láti eigi svo mikinn ţela verđa í jörđu,
ađ eigi megi sáđi niđur koma.
Imbrudagar of vor eru til ţess settir, ađ Guđ láti sáđ rćtast í jörđu og
upp renna, er hann
lćtur fyrst sáiđ verđa í jörđ.
Imbrudagar of sumar eru til ţess settir, ađ sá akur rćtist og frćvist til
skurđar, er Guđ
lét sáinn verđa og upp renna.
Imbrudagar of haust eru til ţess settir, ađ Guđ láti hirđast og haldast
uppskoriđ korn af
akri ţeim, er hann lét vaxa og frćvast.


Um leiđ og imbrudagar eru ţakkar- og bćnadagar á tímamótum árstíđanna eru
ţeir einnig iđrunardagar og yfirbótardagar. Ţeir rjúfa flćđi
kirkjuársins međ alvarlegri íhugun.
Eftir siđaskifti urđu imbrudagar sumpart árstíđabundnir bćnadagar eđa
iđrunar - og yfirbótardagar en ţeir týndust víđast hvar á tímum
upplýsingarinnar.
Endurreisn ţeirra á síđari árum hefur ekki síst tengst starfsemi
sérstakra stađa og húsa ţar sem kristiđ fólk kemur saman til
uppbyggingar eđa er ţar búsett og hefur reglu á helgihaldinu.
Laugardagsmessan á imbrudögum var upphaflega upphaf á bćnavöku sem
stóđ til sunnudagsmorguns. Ţema hennar er ađ mađurinn á ađ vaxa úr
viđjum syndarinnar og guđleysisins til Kristssólarinnar.
Laugardagur á imbrudögum var forđum tíđ sá dagur ţegar prestar voru
vígđir. Mjög vćri ćskilegt ađ taka aftur upp ţann siđ ađ prestsvígsla fari
fram á tilteknum dögum fjórum sinnum á ári. Ţá vćri hćgt ađ undirbúa
verđandi presta og djákna á imbrudögum til ađ taka viđ sínu embćtti.

Bćn fyrir imbrudaga.

Heilagi Guđ, vér biđjum ţig: Heyr í mildi ţinni grátbeiđni vora
og rétt út hćgri hönd ţína gegn öllu ţví sem ógnar oss, fyrir
Drottin vorn Jesú Krist, sem međ ţér og heilögum anda lifir og
ríkir um aldir alda.


Imbrudagar í vikunni eftir hvítasunnu eru eins og fyrr segir kallađir
imbrudagar á sumri ţegar kemur sunnar í álfuna, en hér er líklega rétt ađ
kalla ţá imbrudaga á vori. Ţeir eru yngstir í röđ imbrudaganna, en ţó
ţekktir í kirkjunni frá ţví eftir 400. Leo mikli sem var páfi 440 – 461
festi ţá í sessi.
Í Suđur Evrópu tengdust imbrudagar í hvítasunnuviku fyrstu hveitiuppskeru
ársins.
Kirkjan ţakkar fyrir fyrstu uppskeru ársins. Kristiđ fólk kom međ tíund
ţess sem uppskoriđ var til kirkjunnar og ţakkađi gjafaranum allra góđra
hluta, Drottni og skaparanum fyrir gjafir hans. Í kirkjunni var lesiđ um
himnabrauđiđ, manna, en líka um úthellingu hins heilaga anda á hvítasunnu.
Frumgróđi jarđar tengist frumgróđa kirkjunnar eins og honum er lýst í
lestrum hvítasunnunnar. Sú hefđ ađ gera hvítasunnuna ađ ađalfermingarhátíđ
kirkjunnar tengist sömu hugsun. Fermingarbörnin eru frumgróđi kirkjunnar
eins og fyrstu ávextir jarđar.

Međ kveđju,
Kristján Valur

10/4 2007 · Skođađ 3952 sinnum


Ţín ummćli

Nafn:
 
Netfang:
 
Ummćli:
 


Forsíđa · Skođa svarflokka · Höfundar · Leit

Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar