Trúin og lífiđ
Spurningar

Undirsíđur

Skyld svör

  1. Hvađ er kristsgervingur í kvikmynd?
  2. Trúin og útförin
  3. Var Jesús Guđ eđa mađur?
  4. Hverju myndi ţađ breyta ef Jesús hefđi veriđ giftur?
  5. Merking orđanna „Ţar er ég mitt á međal ţeirra“?

Önnur svör

Svör sem birt voru í sama mánuđi

  1. Hvernig eru lestrarnir í messunni valdir?
  2. Hvar er elsta kirkjan á Íslandi?
  3. Hvađ heitir dómkirkjan á Norđurlandi?
  4. Lastmćli og grýtingar
  5. Hvađ merkir fjólublái liturinn?

Hver var besti vinur Jesú?

spyr:

Ég hef spurningu sem ég hef veriđ ađ velta fyrir mér soldiđ lengi...hver er líklegastur til ađ hafa veriđ besti vinur Jesús??

Magnús Magnússon svarar:

Komdu sćl.

Guđspjöllin greina ekki frá ađ einhver einn ákveđinn einstaklingur hafi veriđ besti vinur Jesú. Hins vegar er líklegt ađ ţann vin hafi veriđ ađ finna í hópi lćrisveina hans. Ţrír úr hópi lćrisveinanna, ţeir Símon Pétur og Jakob og Jóhannes Sebedeussynir virđast hafa myndađ nánasta vinahóp Jesú og veriđ međ honum á flestum stórum stundum. Um tvo ţessara manna langar mig ađeins rćđa í örfáum orđum.

Annar ţeirra er Símon Pétur, (hér eftir Pétur) sem var mjög ör og hvatvís sbr. Jóh. 18.10 ţar sem hann brá sverđi og hjó til ţjóns ćđsta prestsins og sneiđ af honum eyrađ og Jesús ávítti hann í framhaldinu. Ţrátt fyrir ţetta frumhlaup og fleiri finnanleg ţá hefur Jesús mikiđ traust á Pétri og finnur eflaust ađ í hjarta hans brennur mikil hugsjón. Ţess vegna eftir upprisuna spyr Jesús Pétur ţrem sinnum í Jóh. 21. 15-17 hvort hann elski sig og eftir hverja játningu Péturs biđur hann Pétur um ţrjú hlutverk sem öll eru keimlík. 1. Gćta lamba Jesú Krists. 2. Vera hirđir sauđa hans. 3. Gćta sauđa hans. Í Matt. 16. 13-19 er mjög svipađ minni á ferđinni í samrćđum Jesú og lćrisveinanna sem eiga sér stađ nokkru fyrir krossfestingu og upprisu hans. Ţar spyr Jesús lćrisveinana hvern ţeir segja hann vera og Pétur svarar: ,,Ţú ert Kristur, sonur hins lifanda Guđs." Í framhaldi af ţessari játningu Péturs segir Jesús ađ Pétur verđi kletturinn (gríska orđiđ petros ţýđir klettur ţannig ađ Pétur hét klettur og var klettur) sem hann muni byggja sína kirkju á.

Ţetta rćttist síđar eins og sagt er frá í 2. kafla Postulasögunnar ţar sem Pétur heldur sína fyrstu kristnibođsrćđu eftir ađ hafa fengiđ heilagan anda yfir sig og vitnađi um verk, dauđa og upprisu Jesú Krists. Ţar međ var markađ upphaf kirkjunnar og ţví var og er Pétur kletturinn sem kristin kirkja var reist á.

Framangreindir textar úr Jóhannesi og Matteusi sýna okkur ađ Jesús hafđi mikiđ traust á Pétri og á milli ţeirra hefur veriđ traust vinátta. Hins vegar ţarf ţađ ekki ađ ţýđa ađ Pétur hafi veriđ besti vinur Jesú en greinilega í ţeim hópi.

Hinn lćrisveinninn af ţessum ţremur líklegu bestu vinum Jesú er Jóhannes Sebedeusson, sem er af mörgum frćđimönnum talinn vera ,,lćrisveinninn sem Jesús elskađi" (Jóh. 21.20) og einnig talinn vera sá sem skrifađi Jóhannsesarguđspjall. Í frásögn Jóhannesarguđspjalls af krossfestingunni segir frá ţví Jesús hafi talađ af krossinum til Maríu móđur sinnar og lćrisveinsins sem hann elskađi. Sagđi hann viđ móđur sína ađ lćrisveinninn elskađi yrđi nú sonur hennar og viđ lćrisveininn elskađa sagđi hann ađ nú yrđi María móđir hans. Í framhaldinu segir frá ţví lćrisveinninn hafi frá ţeirri stundu tekiđ Maríu heim til sín (sbr. Jóh. 19.25-27).

Ţessi orđ Jesú sem hann mćlir í andarslitrum kvala og ţjáninga á krossinum eru mikilvćg. Menn hugsa um allt ţađ mikilvćgasta, dýrmćtasta og kćrasta á ögurstundu. ellegar viđ dauđans dyr. Jesús hugsađi um móđur sína og velferđ hennar og hverjum treysti hann best fyrir velferđ hennar en einmitt hinum elskađa lćrisveini, sem var greinilega einn af hans bestu vinum ef ekki sá besti ţó ţađ sé hvergi sagt berum orđum.

Kveđja,
Magnús Magnússson
sóknarprestur í Ólafsvík

19/12 2006 · Skođađ 4281 sinnum


Ţín ummćli

Nafn:
 
Netfang:
 
Ummćli:
 


Forsíđa · Skođa svarflokka · Höfundar · Leit

Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar