Trúin og lífiđ
Spurningar

Undirsíđur

Skyld svör

  1. Hverjir eru litir kirkjuársins?
  2. Hvađ er dymbilvika?

Önnur svör

Svör sem birt voru í sama mánuđi

  1. Hver var besti vinur Jesú?
  2. Hvernig eru lestrarnir í messunni valdir?
  3. Hvar er elsta kirkjan á Íslandi?
  4. Hvađ heitir dómkirkjan á Norđurlandi?
  5. Lastmćli og grýtingar

Hvađ merkir fjólublái liturinn?

spyr:

Hvađ merkir fjólublái liturinn og hvenćr er hann notađur? Og hverjir eru litir kirkjuársins?

Gunnar Jóhannesson svarar:

Kirkjuáriđ, sem hefst međ fyrsta sunnudegi í ađventu, skiptist í nokkur tímabil og á hvert tímabil sér sinn kirkjulit. Ţetta má sjá í kirkjunum sjálfum, t.d. á skrúđa prestsins og altarisklćđunum.

Hver litur hefur vissa merkingu sem helst í hendur viđ inntak ţess tímabils kirkjuársins sem er hverju sinni. Fjólubláa litnum bregđur viđ á föstunni eđa vikurnar fyrir jól og páska, ţ.e. á jólaföstunni (ađventunni) og páskaföstunni (lönguföstu).

Fjólublái liturinn er gjarnan kallađur litur iđrunar, yfirbótar og íhugunar. Í ţessari merkingu er fastan tími undirbúnings, ţó ekki líkamlegs heldur miklu fremur andlegs, um er ađ rćđa hugarfarslegan undirbúning. Í ţeim undibúningi er fólgiđ ađ íhuga ţann tíma og ţá kirkjuhátíđ sem framundan er og gaumgćfa merkingu hennar fyrir líf sitt.

Undirbúningstími jóla og páska, ţ.e. fastan, er ţví fólgin í ţví ađ búa sig undir ađ taka á móti frelsaranum inn í líf sitt, litla barninu í Betlehem annars vegar og hinum krossfesta og upprisna Drottni hins vegar.

Ađrir litir kirkjuársins eru:

Hvítur sem er litur Jesú Krists, litur fagnađar og hreinleika og ţess vegna litur stórhátíđanna, jóla og páska og sunnudaganna eftir páska.

Rauđur, sem er litur blóđs og elds. Ţess vegna er hann litur hátíđar heilags anda, hvítasunnunnar. Rauđur er líka litur píslarvottanna, ţeirra sem gáfu líf sitt fyrir trú sína, og ţví litur á minningardögum ţeirra.

Grćnn litur táknar von, vöxt og ţroska, og er litur sunnudaga eftir ţrettánda og sunnudaganna eftir ţrenningarhátíđ (hátíđarinnar á eftir stórhátíđunum ţremur, jólum, páskum og hvítasunnu). Sunnudagarnir eftir ţrenninarhátíđ er lengsta samfellda tímabil kirkjuársins. Merking grćna litsins er sá ađ viđ vöxum og ţroskumst í samfylgdinni viđ Krist.

Svartur er litur föstudagsins langa, litur sorgar.

Kveđja,
Gunnar

3/12 2006 · Skođađ 5246 sinnum


Ţín ummćli

Nafn:
 
Netfang:
 
Ummćli:
 


Forsíđa · Skođa svarflokka · Höfundar · Leit

Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar