Svör sem birt voru í sama mánuði
Árni spyr:
Ég heyrði konu segja á dögunum að öll nýfædd börn væru skráð í Þjóðkirkjuna. Er þetta satt?
Kveðja,
Árni
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir svarar:
Sæll og takk fyrir spurninguna.
Nei, þetta er ekki rétt. Börn fylgja móður og eru skráð í trúfélag móður við fæðingu. Ef móðirin er í Þjóðkirkjunni þá eru börnin skráð þar. Ef hún er í öðru trúfélagi eða utan trúfélaga eru börnin skráð þar.
Kveðja,
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir
6/11 2006 · Skoðað 4151 sinnum
Forsíða · Skoða svarflokka · Höfundar · Leit