Trúin og lífiđ
Spurningar

Undirsíđur

Önnur svör

Svör sem birt voru í sama mánuđi

  1. Afstađan til giftingar samkynhneigđra
  2. Foreldrar, fermingarfrćđsla og gjald
  3. Kirkjan, Darwin og aparnir
  4. Málfar bćnarinnar
  5. Af hverju er svona erfitt ađ gefa saman fólk af sama kyni?

Hvađ heitir skálin sem börn eru skírđ upp úr?

Helga Margrét Helgadóttir spyr:

Hvađ heitir „skálin“ sem börn eru skírđ uppúr?

Jóhanna Ingibjörg Sigmarsdóttir svarar:

Sćl Helga Margrét og takk fyrir ađ spyrja. Ég ólst upp á prestssetri og ţegar skírt var í kirkjunni heima var fariđ međ fallegustu skálina sem til var á heimilinu út í kirkju og hún ţví nefnd skírnarskálin. Ég hef orđiđ ţess vör viđ skírnir í heimahúsum ađ í sumum fjölskyldum eru til skírnarskálar sem fylgt hafa ćttinni.

Nú er löngu kominn skírnarfontur, öđru nafni skírnarsár í kirkjuna ţar sem ég ólst upp. Ég geri ráđ fyrir ađ ţađ sé ,,skálin” sem ţú ert ađ spyrja um.

Orđiđ fontur merkir lind. Í upphafi var skírt í rennandi vatni og orđiđ fontur dregiđ af ţví. Guđ sjáum viđ ekki međ eigin augum. Ţađ sem gerist í skírninni er líka ósýnilegt augum og ţess vegna notum viđ tákn til ađ hjálpa okkur ađ skynja og skilja ţađ sem ekki sést. Vatniđ er tákn lífsins. Án vatns visnar allt og deyr. Lífiđ sem viđ skírumst til er eilíft líf sem aldrei visnar og aldrei deyr.

Til eru leifar skírnarkapella sem stundum voru hringlaga eđa áttstrendar frá fjórđu öld. Ţar var skírnarlaugin stundum međ ţrepum niđur báđum megin. Skírnarţeginn gekk ofan í laugina og var og ţađ var tákn dauđans og upp úr aftur sem var ţá tákn upprisunnar.

Í miđaldakirkjum má sjá stóra og víđa skírnarfonta ţví ađ allt fram á 13. öld voru börn skírđ međ ţví ađ dýfa ţeim á kaf í vatniđ. Ţađ er enn gert í rétttrúnađakirkjunni, oţódoxkirkjunni í Austur-Evrópu. Ekki er taliđ ađ ţađ hafi veriđ gert hér í norđlćgum löndum.

Skírnarfontar voru og eru stundum áttstrendir. Ţađ minnir á tengsl skírnar og upprisu Krists. Sunnudagurinn er áttundi dagurinn, fyrstu dagur hinnar nýju sköpunar. Talan átta er tákn björgunar og hjálprćđis. Hringlaga skírnarfontar eru tákn eilífđarinnar. Vona ađ ţetta svar nćgi.

Bestu kveđjur og óskir um gleđileg jól.
Jóhanna Sigmarsdóttir sóknarprestur, Eiđum

22/12 2005 · Skođađ 4560 sinnum


Ţín ummćli

Nafn:
 
Netfang:
 
Ummćli:
 


Forsíđa · Skođa svarflokka · Höfundar · Leit

Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar