Trúin og lífið
Spurningar

Undirsíður

Skyld svör

  1. Merking orðanna „Þar er ég mitt á meðal þeirra“?

Önnur svör

Svör sem birt voru í sama mánuði

  1. Hvert er álit kirkjunnar á dýrlingadýrkun?
  2. Má fermast á hvaða aldri sem er?
  3. Hvaða afstöðu hefur kirkjan gagnvart kraftaverkum?
  4. 10 messur fermingarbarna
  5. Hvernig er fermingin hugsuð?

Hver er staða kynjanna í kristnu samfélagi?

María Kristjánsdóttir spyr:

Hver er staða kynjanna í kristnu samfélagi?

Sigrún Óskarsdóttir svarar:

Sæl María.

Spurningin þín er stór og mjög spennandi. Staða kynjanna hefur tekið miklum breytingum í kristnu samfélagi eins og í samfélaginu í heild. Vinátta og virðing Jesú í garð kvenna á sínum tíma var þvert á venjur þess samfélags sem hann talaði inní. Það kann því að hljóma nokkuð sérkennilega að kirkjan hefur gjarnan verið sökuð um að halda konum niðri og gjarnan talið að hún komi svona í humátt og heldur treg í taumi í málefnum sem snúa að jöfnum rétti karla og kvenna. Hvað þarna veldur er erfitt um að segja en á því miður í mörgum tilfellum við rök að styðjast.

Af skiljanlegum ástæðum þekki ég best til í þjóðkirkjunni. Á Íslandi eru mörk sögu,samfélags og kirkju mjög samofin. Á þessu ári stóð Jafnréttisnefnd kirkjunnar fyrir því að gerð var könnun á því hvort kirkjan og samfélagið væri í takt þegar kemur að jafnréttismálum Megin niðurstaðan var að sú væri raunin, áberandi flestir töldu að kirkja og samfélag væru þar nokkuð samstíga. Ef sú skoðun landans er rétt þá getum við e.t.v. sagt að hér á landi getum við speglað stöðu kynjanna í kristnu samfélagi í stöðu kynjanna í þjóðfélaginu almennt.

Það væri spennandi að fara miklu nánar út í þessa hluti, en til þess þarf rýmra pláss og tíma. Þakka þér fyrir að senda inn spurninguna María og vonandi hefur mér tekist að varpa einhverju ljósi með þessu litla svari.

Kveðja,
Sigrún Óskarsdóttir

21/11 2005 · Skoðað 4036 sinnum


Þín ummæli

Nafn:
 
Netfang:
 
Ummæli:
 


Forsíða · Skoða svarflokka · Höfundar · Leit

Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar