Trúin og lífið
Spurningar

Undirsíður

Skyld svör

  1. Hvers vegna signum við okkur?
  2. Hvað þýðir INRI

Önnur svör

Svör sem birt voru í sama mánuði

  1. Hvenær hófst æskulýðsstarf hér á landi?
  2. Hvað þarf langan undirbúningstíma fyrir hjónavígslu?
  3. Hver er afstaða kirkjunnar til vinnu á helgum dögum?
  4. Hver er munurinn á bændakirkju og safnaðarkirkju?
  5. Skráning á hjónanámskeið

Hvert er gullinsniðshlutfallið í krossi?

Pétur Sigurgeir Sigurðsson spyr:

Góðan daginn.

Hver eru rétt hlutföll í hinum gullnakrossi?

Kveðja,
Pétur

Gunnar Kristjánsson svarar:

Sæll,

Þetta mál snýst áreiðanlega um hið þekkta gullinsnið sem er „fegursta hlutfall í náttúrunnar ríki“ eins og Guðmundur Finnbogason komst að orði.

Það er hlutfallið 19:31 þar sem lengri hliðin er (almennt talað) 31 en skemmri hliðin 19, í krossinum væri langtréð þá 31 en skammtréð 19 eða langtréð 50 en skammtréð 31, í báðum tilvikum kemur út sama hlutfall; langtrénu er skipt í sama hlutfalli: 19 efri hlutinn en 31 sá neðri, hvaða tölur sem menn velja verður hlutfallið alltaf að vera 19:31 (ca 5:8,1).

Eða með öðrum orðum: ef spýtu er skipt í gullinsniði er lengri hlutinn 31 en skemmri hlutinn 19, hlutfallið milli lengri partsins og heildarlengdarinnar (þ.e. 31:50) er þá sama og hlutfallið milli partanna sem spýtunni er skipt í.

Vona að þetta sé þokkalega greinilegt!

Með kveðju
Gunnar Kristjánsson


25/10 2005 · Skoðað 4813 sinnum


Ummæli frá lesendum

  1. Emil Bóasson skrifar:
    Heill og sæll Gunnar. Gullinsniðið er einkar áhugavert. Til þess að einfalda framsetningu þess með öðrum hætti en 19/31 má einnig tala um 0,382 og 0,618. Jafnvel má tala um að styttri hlutinn sé 38,2% og lengri hlutinn 61,8%. Þegar hlutföllin eru lögð saman eru þau 1 eða 100%. Nálgast má áhugaverða vefsíðu um Fibionacci tölur og gullinsið á þessu veffangi: http://www.mcs.surrey.ac.uk/Personal/R.Knott/Fibonacci/fib.html Bestu kveðjur Emil

Langar þig að bera fram spurningu? Gerðu það þá hér.

Þín ummæli

Nafn:
 
Netfang:
 
Ummæli:
 


Forsíða · Skoða svarflokka · Höfundar · Leit

Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar