Svör sem birt voru í sama mánuði
Pétur Sigurgeir Sigurðsson spyr:
Góðan daginn.
Hver eru rétt hlutföll í hinum gullnakrossi?
Kveðja,
Pétur
Gunnar Kristjánsson svarar:
Sæll,
Þetta mál snýst áreiðanlega um hið þekkta gullinsnið sem er „fegursta hlutfall í náttúrunnar ríki“ eins og Guðmundur Finnbogason komst að orði.
Það er hlutfallið 19:31 þar sem lengri hliðin er (almennt talað) 31 en skemmri hliðin 19, í krossinum væri langtréð þá 31 en skammtréð 19 eða langtréð 50 en skammtréð 31, í báðum tilvikum kemur út sama hlutfall; langtrénu er skipt í sama hlutfalli: 19 efri hlutinn en 31 sá neðri, hvaða tölur sem menn velja verður hlutfallið alltaf að vera 19:31 (ca 5:8,1).
Eða með öðrum orðum: ef spýtu er skipt í gullinsniði er lengri hlutinn 31 en skemmri hlutinn 19, hlutfallið milli lengri partsins og heildarlengdarinnar (þ.e. 31:50) er þá sama og hlutfallið milli partanna sem spýtunni er skipt í.
Vona að þetta sé þokkalega greinilegt!
Með kveðju
Gunnar Kristjánsson
25/10 2005 · Skoðað 4813 sinnum
Langar þig að bera fram spurningu? Gerðu það þá hér.
Forsíða · Skoða svarflokka · Höfundar · Leit