Svör sem birt voru í sama mánuði
Linda spyr:
Komið þið sæl!
Ég er með fyrispurn um hvert ég get leitað til þess að hjálpa bróður mínum og konu hans að takast á við þá erfiðleika sem eru í hjónabandi þeirra.
Konan er búin að biðja manninn sinn um að fara með sér og leita sér hjálpar í hjónabandinu, en hann hefur ekki viljað það. Ég veit það að ef ekkert verður gert þá er þetta hjónaband á enda inna skamms.
Ef ég get eitthvað gert þá vill ég reyna að gera mitt besta til þess að hjálpa þeim í þeim erfiðleikum sem ég hef horft upp á og upplifað.
Einnig finnst mér eins og konan hans hafi óbeint beðið mig um að tala við hann eða fá hann til þess að fara með henni og tala við einhvern.
Þau eiga þrjú börn og hann eitt frá fyrri sambúð og þurfa þau líka leiðsögn með uppeldið á þeim. Ég var því að velta fyrir mér hvort best sé fyrir þau að leita sér hjálpar hjá presti eða sálfræðingi eða hvað sé best?
Hvernig er best fyrir mig að bera mig að?
Með fyrirfram þökk.
Linda (áhyggjufulla)
Elísabet Berta Bjarnadóttir svarar:
Kæra Linda,
þér er velkomið að beina bróður þínum og konunni hans til að hringja sjálfum og panta tíma hjá okkur á Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, s: 5623600.
Við viljum alltaf að fólk hringi sjálft því það gefur besta raun.
Bestu kveðjur,
Elísabet Berta Bjarnadóttir.
17/8 2005 · Skoðað 3930 sinnum
Forsíða · Skoða svarflokka · Höfundar · Leit