Trúin og lífiđ
Spurningar

Undirsíđur

Önnur svör

Svör sem birt voru í sama mánuđi

  1. Bćn Frans frá Assisi
  2. Hvađ eru taizémessur?
  3. Hvenćr er hvítasunnudagur 2006?

Hvađa samtímaheimildir höfum viđ um Jesú?

Hjalti spyr:

Í fermingarfrćđslubókinni minni stendur ađ: „Öruggari samtímaheimildir eru til um líf Jesú, starf og kenningar, en nokkra ađra atburđi og persónu frá sama tíma.“ Til hvađa samtímaheimilda er veriđ ađ vísa?

Steinunn Arnţrúđur Björnsdóttir svarar:

Sćll Hjalti.

Ég hef ekki ţessa bók viđ hendina sem ţú vísar til (ţú tilgreinir Líf međ Jesú frá 1979) og finn ţessa setningu ekki í nýrri útgáfu sömu bókar. Fornar heimildir um Jesú eru međal annars Pálsbréf, en einnig guđspjöllin, bćđi ţau sem eru í Biblíunni og önnur, međal annars samrćđuguđspjöll eins og Tómasarguđspjall.

Ţau handrit sem varđveist hafa eru ađ sjálfsögđu ekki frá fyrstu öld, heldur yngri afritanir. Elsta handritiđ sem fundist hefur er brot úr Jóhannesarguđspjalli, dagsett ca. 90 árum eftir dauđa Krists. Ţó ađ ţetta virđist í fljótu bragđi langur tími ţá er ţađ í raun og veru skemmri tími en til dćmis tíminn frá dauđa Júlíusar Sesars og elstu heimilda um hann.

Elstu áletranir um dýrkun á Jesú eru á tveimur líkkistum frá ţví á fimmta áratug okkar tímatals: “Jesús, hjálp!” og “Jesús, reis hann upp!”.

Ađrar heimildir auk guđspjallamanna og Páls eru ađrir, vel ţekktir höfundar samtíma hans.

Jósefus (ca. 37 – ca. 100) sem var Gyđingur og sagnfrćđingur og skrifađi um atburđi á fyrstu öld okkar tímatals, međal annars uppreisn Gyđinga 66 - 70, nefnir Jóhannes skírar, Jesú og fleiri úr frumkirkjunni. Hann segir međal annars í Antiquitates Iudaicae ađ Jakob bróđir „Jesús sem kallađur var Kristur“ hafi veriđ fćrđur fyrir Sanhedrin.

Á öđrum stađ í sama riti skrifar hann meira um Jesús, segir hann međal annars vitran mann sem gerđi kraftaverk og lađađi til sín fylgismenn. Pílatus dćmdi hann til dauđa á krossi, hvattur af höfđingjum Gyđinga en fylgismenn hans héldu áfram ađ elska hann og enn vćri til flokkur fylgismanna hans. (Sjá til dćmis Josephus Flavius: The Works of Josephus: New updated edition, Complete and Unabridged, ţýđ. William Whiston, Hendrickson Publishers, 1991)

Fleiri sem nefna Krist eru rómverski sagnfrćđingurinn Tacitus sem segir frá ofsóknum Nerós á hendur kristnum og segir ţar m.a. „Krestus, sem ţeir eru kenndir viđ, var tekinn af lífi samkvćmt dómi Pílatusar landsstjóra á dögum Tíberíusar keisara.“

Einnig er Jesús nefndur í Talmúdnum, sem er gyđinglegt trúarrit frá 2. öld.

Nú kann ađ vera ađ ţú hafnir alfariđ ritum Biblíunnar sem heimildum um Jesú. Ef svo er ţá erum viđ ósammála, ţessi rit eru hluti af mun stćrri og auđugri flóru rita um Jesú sem ekki hafa varđveist nema ađ litlu leyti. Ţau sem varđveist hafa gefa okkur mynd af samfélag Gyđinga og síđar hinna fyrstu kristnu fyrir botni Miđjarđarhafs á fyrstu öld og fjalla um fólk sem finna má heimildir um víđar en í Biblíunni.

Kveđja,
Steinunn Arnţrúđur Björnsdóttir.

31/5 2005 · Skođađ 4868 sinnum


Ţín ummćli

Nafn:
 
Netfang:
 
Ummćli:
 


Forsíđa · Skođa svarflokka · Höfundar · Leit

Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar